„Carl Christian Rafn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|250px|Carl Christian Rafn. '''Carl Christian Rafn''' (16. janúar 179520. október 1864) var danskur fornfræðingur og útgefan...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
Rafn átti verulegan þátt í umfangsmiklu útgáfustarfi Fornfræðafélagsins. Hann tók nokkurn þátt í útgáfunni á ''Fornmanna sögum'' (12 bindi, 1825-1837) og þýddi a.m.k. fyrstu þrjú bindin á dönsku. Hann gaf út ''Fornaldarsögur Norðurlanda'', 1-3 (1829-1830) og þýddi þær á dönsku: ''Nordiske Fortidssagaer'', 1-3 (1829-1830). Ekki síst vakti það mikla athygli erlendis, einkum í [[Ameríka|Ameríku]], þegar hið mikla og glæsilega verk, ''[[Antiqvitates Americanæ]]'', kom út 1837. Þar var safnað saman öllum heimildum um ferðir norrænna manna til Ameríku, og þeim fylgt úr hlaði með ítarlegum ritgerðum, skýringum og fallegum ritsýnum úr handritunum. Samsvarandi verk, sem einnig vakti mikla athygli, var ''Antiquités Russes, d'aprés les monuments historiques des Islandais et des anciens Scandinaves'' (2 bindi, 1850-1858). Þá tók Rafn einhvern þátt í útgáfunni á hinu gagnlega ritsafni, ''Grønlands historiske Mindesmærker'' (3 bindi, 1838-1845), þó að Finnur Magnússon hafi átt þar mestan þátt. Einnig má nefna ''Oldtidsminder fra Østen; Antiquités de l'Orient'' (1856). Almennt er viðurkennt að þessi verk áttu mikinn þátt í að beina athygli umheimsins að sögu og bókmenntum Norðurlanda að fornu.
 
Árið 1830 var Rafn skipaður í [[FornminjanefndinaFornminjanefndin]]a (''Den kongelige Kommission for Oldsagers Opbevaring''), og sá þar öran vöxt forngripasafnsins, undir stjórn [[Christian Jürgensen Thomsen]]. Nefndin hafði gefið út ''Antiqvariske Annaler'', en þeirri útgáfu lauk 1827. Nú vantaði vettvang eða málgagn fyrir fornleifarannsóknir í Danaveldi. Rafn beitti sér þá fyrir því að Fornfræðafélagið víkkaði út verksvið sitt og sinnti einnig rannsóknum á dönskum forngripum og söguminjum. Félagið hóf þá útgáfu á nýju tímariti, ''Nordisk Tidsskrift for Oldkyndighed'' (1832-1836), og í framhaldi af því ''Annaler for nordisk Oldkyndighed og Historie'' (1836-1863) og ''Antiquarisk Tidsskrift'' (1843-1863). Til kynningar erlendis voru mikilvægustu greinarnar þýddar og birtar í ''Mémoires de la Société des Antiquaires du Nord'' (1836-1860).
 
Rafn stofnaði sögulegt og fornleifafræðilegt bóka- og skjalasafn við ''Oldnordisk Museum''. Einnig ameríska deild með forngripum og [[þjóðfræði]]legu efni. Með starfi sínu náði Rafn að koma á nánu samstarfi vísindamanna víðs vegar að úr heiminum, sem varð einnig til þess að erlend fræðirit (og þekking) urðu aðgengileg dönskum fræðimönnum og bókasöfnum. Með ferðum til útlanda og óþreytandi bréfaskriftun náði hann persónulegu sambandi við marga erlenda vísinda- og safnamenn.
Lína 25:
 
==Prentuð rit==
Þess ber að geta að þó að Rafn sé skrifaður fyrir eftirtöldum ritum, þá voru mörg þeirra að meginhluta unnin af öðrum, einkum Íslendingum. Það á t.d. við um ''Fornmanna sögurnar''. Einnig mun Sveinbjörn Egilsson hafa átt talsverðan þátt í ''Antiqvitates Americanæ'', t.d. við þýðingar á latínu. Meðal verka sem hann á hlut í eru:
*1821-1826 – ''Nordiske Kæmpehistorier (eller mythiske og romantiske Sagaer), efter islandske Haandskrifter fordanskede'' (3 bindi)
*1824 – ''Jomsvikingesaga''. Dönsk þýðing.