„Bein ræða“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Fingurbrjótar og gæsalappir
Lína 1:
'''Bein ræða''' ([[latína]]: ''oratio recta''; [[þýska]]: ''direkte Rede'') er það nefnt í skrifuðum [[Texti|texta]], þegar t.d. persóna í sögu tekur til máls og haft er orðrétt eftir henni, eða þegar vitnað er orðrétt í viðmælanda í viðtölum án útskýringa höfundar. Oft er bein ræða höfð innan [[gæsalappir|gæsalappa]] í texta, en það er þó ekki einhlýtteinhlítt. Andstæða beinnar ræðu er [[óbein ræða]].
 
[[Freysteinn Gunnarsson]] lýsir beinni ræðu í bók sinni: „Ágrip af setningafræði og greinarmerkjafræði“. Ogog segir þar: ''Algengt er í ræðu og riti að taka upp það, sem annar hefur sagt, hugsað eða skrifað. Þau orð sem öðrum eru þannig lögð í munn, kallast bein ræða.'' Og svo segir hann: ''Setja skal tilvitunarmerki á undan og eftir beinni ræðu og öðrum orðréttum tilvitnunum''.
 
== Bein ræða í skáldsögum ==
Bein ræða er oft sögð lýsa persónum milliliðalaust, persónan talar eins og hún sé viðstödd, meðan óbein ræða getur verið blönduð hugmyndum höfundarins. [[Florian Coulmas]], hinn [[Þýskaland|þýski]] prófessor, segir í ritgerð sinni ''Reported speech: Some general issues'', að
 
:''helsti grundvallarmunur á beinni ræðu og óbeinni, er að óbein ræða býr yfir öllu meiri tvíræðni en bein ræða. Slíkt gerist vegna þess að í óbeinni ræðu er höfundinum frjálst að blanda upplýsingum saman við hin eiginlegu orð þess sem þau sagði, og blandar þar ef til vill saman heimsýn sinni sem ekki er að finna í orðum þess sem þau sagði''.
 
Það má því segja að bein ræða er öllu nær eiginlegri persónu þess sem orðin segir, en óbeina ræðan getur verið allavega, allt eftir því hvað höfundur ætlar sér. [[Sigurður Nordal]] telur það ósögulegt og þreytandi þegar ''höfundar rekja efnið úr löngum umræðum í óbeinni ræðu''. Það mætti þó bæta því við að allt fer það eftir því hvernig höfundur vinnur úr efni sínu, og að hvaða marki hann stefnir.
Lína 23:
Hér er „hvað hann væri að smíða“ óbein ræða. Í óbeinni ræðu getur persóna, tala, tíð og háttur breyst en að öðru leyti miðast óbeina ræðan við beinu ræðuna, t.d. hvað orðfæri snertir. Í frásögninni getur sögumaður þó skotið inn eigin hugleiðingum.
 
Þegar spurnarsetningu er snúið í óbeina ræðu eins og dæminu að ofan er talað um óbeina spurnarsetningu. Ef beina ræðan er ekki spurnarsetning breytist hún að jafnaði í skýringarsetningu.<ref>Björn GuðsinnssonGuðfinnsson, ''Íslenzk setningafræði'' 3. útg. (Reykjavík: Ísafold, 1990): §136, bls. 46.</ref>
 
== Neðanmálsgreinar ==