Munur á milli breytinga „Bein ræða“

ekkert breytingarágrip
'''Bein ræða''' ([[þýskalatína]]: ''direkteoratio Rederecta'',; [[latínaþýska]]: ''oratiodirekte rectaRede'') er það nefnt í skrifuðum [[Texti|texta]], þegar t.d. persóna í sögu tekur til máls og haft er orðrétt eftir henni, eða þegar vitnað er orðrétt í viðmælanda í viðtölum án útskýringa höfundar. Oft er bein ræða höfð innan [[gæsalappir|gæsalappa]] í texta, en það er þó ekki einhlýtt. Andstæða beinnar ræðu er [[óbein ræða]].
 
[[Freysteinn Gunnarsson]] lýsir beinni ræðu í bók sinni: „Ágrip af setningafræði og greinarmerkjafræði“. Og segir þar: ''Algengt er í ræðu og riti að taka upp það, sem annar hefur sagt, hugsað eða skrifað. Þau orð sem öðrum eru þannig lögð í munn, kallast bein ræða.'' Og svo segir hann: ''Setja skal tilvitunarmerki á undan og eftir beinni ræðu og öðrum orðréttum tilvitnunum''.
Hér er setningin innan tilvitnanamerkjanna bein ræða. Í óbeinni ræðu er sama setning svona:
* Þeir spurðu ''hvað hann væri að smíða''.<ref>Dæmi fengin úr Höskuldi Þráinssyni, ''Handbók um málfræði'' (Reykjavík: Námsgagnastofnun 1995): 281.</ref>
Hér er „hvað hann væri að smíða“ óbein ræða. Í óbeinni ræðu getur persóna, tala, tíð og háttur breyst en að öðru leyti miðast óbeina ræðan við beinu ræðuna, t.d. hvað orðfæri snertir. Í frásögninni getur sögumaður þó skotið inn eigin hugleiðingum.
 
Þegar spurnarsetningu er snúið í óbeina ræðu eins og dæminu að ofan er talað um óbeina spurnarsetningu. Ef beina ræðan er ekki spurnarsetning breytist hún að jafnaði í skýringarsetningu.<ref>Björn Guðsinnsson, ''Íslenzk setningafræði'' 3. útg. (Reykjavík: Ísafold, 1990): §136, bls. 46.</ref>