„Bein ræða“: Munur á milli breytinga

Ekki talmáli til aðgreiningar frá ritmáli.... sjá spjall
Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekki talmáli til aðgreiningar frá ritmáli.... sjá spjall
Lína 8:
:''helsti grundvallarmunur á beinni ræðu og óbeinni, er að óbein ræða býr yfir öllu meiri tvíræðni en bein ræða. Slíkt gerist vegna þess að í óbeinni ræðu er höfundinum frjálst að blanda upplýsingum saman við hin eiginlegu orð þess sem þau sagði, og blandar þar ef til vill saman heimsýn sinni sem ekki er að finna í orðum þess sem þau sagði''.
 
Það má því segja að bein ræða er öllu nær talmáli og eiginlegri persónu þess sem orðin segir, en óbeina ræðan getur verið allavega, allt eftir því hvað höfundur ætlar sér. [[Sigurður Nordal]] telur það ósögulegt og þreytandi þegar ''höfundar rekja efnið úr löngum umræðum í óbeinni ræðu''. Það mætti þó bæta því við að allt fer það eftir því hvernig höfundur vinnur úr efni sínu, og að hvaða marki hann stefnir.
 
Höfundar [[Íslendingasögur|íslendingasagna]] eru t.d. sagðir beita beinni ræðu til að flækja ekki skoðunum sínum saman við söguna, og þá helst til að lýsa innræti persóna sinna án útskýringa. Snarræði, vit og dómgreind kemur fram í orðum þeirra, eða [[Meinloka|meinlokur]] og veilur í hugsun. Höfundar þeirra láta svo persónur sínar oft gjalda orða sinna.
50.763

breytingar