„Oldsagskommissionen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m lítið gé
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Oldsagskommissionen''' (''Den kongelige Commission til Oldsagers Opbevaring'') – á íslensku: '''Nefndin til varðveislu fornminja''', (''Hin konunglega nefnd til viðurhalds fornaldarleifa'') – var skipuð að konungsboði [[22. maí]] [[1807]]. Verkefni nefndarinnar voru margvísleg, einkum að tryggja varðveislu mikilvægra minja frá fyrri tíð og taka í sína vörslu forngripi sem kynnu að finnast.
 
''[[Rasmus Nyerup'']] átti frumkvæðið að skipun nefndarinnar, en hann hafði árið 1805 bent á að margar sögulegar minjar á æskuslóðum hans við þorpið [[Nyrup]] á [[Fjón]]i, hefðu horfið síðan hann var barn. Eitt af fyrstu verkefnum nefndarinnar var að senda 12 prentaðar spurningar til allra presta í Danmörku, til þess að fá yfirlit yfir fornminjar í landinu. Á grundvelli svarbréfa sem bárust, voru um 200 fornminjar friðaðar á árunum 1809-1811.
 
Árið 1809 var danski spurningalistinn sendur til presta á Íslandi, en sú sending virðist hafa misfarist, a.m.k. barst aðeins svar frá Hofi í Vopnafirði.
Lína 14:
 
''Nefndin til varðveislu fornminja'' gaf út tímaritið ''Antiqvariske Annaler'' 1812-1827 (í fjórum bindum). Þar var lýst þekktum og nýfundnum fornminjum, og safnauka ''Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager''. Telja má þetta tímarit undanfara [[Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie]].
 
C. J. Thomsen átti eftir að lyfta grettistaki í fornleifafræði og safnamálum í Danmörku. Hann endurskipulagði ''Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager'' (''Oldnordisk Museum''), sem opnað var almenningi árið 1819. Varð það síðar kjarninn í [[Þjóðminjasafn Dana|Þjóðminjasafni Dana]] (''Nationalmuseet''), sem stofnað var 1892.
 
==Heimildir==
Lína 22 ⟶ 20:
 
[[Flokkur:Fornleifafræði]]
[[Flokkur:Saga Danmerkur]]
 
[[da:Oldsagskommissionen]]