„Forsetakosningar á Íslandi 1988“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Íslensk stjórnmál}}
'''ForsetakosningarnarForsetakosningar 1988''' voru hinar [[Forsetakosningar á Íslandi|íslensku forsetakosningar]] sem fóru fram þann [[26. júní]] árið [[1988]] og enduðu með yfirburðasigri [[Vigdís Finnbogadóttir|Vigdísar Finnbogadóttur]]. Kosningarnar vöktu athygli fyrir það að þetta var í fyrsta skipti sem mótframboð kom gegn sitjandi forseta. Árið [[1956]] hafði [[Pétur Hoffmann Salómonsson]] gefið til kynna að hann hygðist bjóða sig fram gegn [[Ásgeir Ásgeirsson|Ásgeiri Ásgeirssyni]], en hann dró það til baka.
 
[[Sigrún Þorsteinsdóttir]] úr [[Flokkur mannsins|Flokki mannsins]] í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjum]] var allþekkt úr ýmsum félagsmálum og hafði m.a. boðið sig fram til varaformanns [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokksins]] á landsfundinum [[1983]] þegar [[Þorsteinn Pálsson]] var kjörinn formaður, en [[Friðrik Sophusson]] hlaut yfirburðakosningu í varaformannsembættið. Hún og stuðningsmenn hennar lögðu áherslu á þá hugmynd að forsetaembættið ætti að vera pólitískt virkt og forseti ætti að nýta heimild sína til að synja tilteknum lögum staðfestingar.