„Tíðbeyging sagna“: Munur á milli breytinga

m
ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Eiginlegar '''tíðir''' sagna í [[íslenska|íslensku]] eru tvær; '''[[nútíð]]''' {{skammstsem|nt.}} og '''[[þátíð]]''' {{skammstsem|þt.}}. Íslenskan gerir formlegan greinarmun á nútíð og þátíð sagna; ''hann '''talar''''' (nt.), ''hann '''talaði''''' (þt.). Með „nútíð“ er þó ekki einungis átt við verknað sem stendur yfir nákvæmlega þá stundina sem sögnin er yrt heldur einnig ýmsum tímahorfum; nýliðnum tíma, óliðnum tíma, reglubundnum tíma o.s.frv. Af þessu ræðst tíðbeyging sagna. Með hjálparsögnunum '''hafa''' og '''munu''' má mynda sex samsettar tíðir sagna:
*'''[[Núliðin tíð]]:''' Ég ''hef talað''
*'''[[Þáliðin tíð]]:''' Ég ''hafði talað''
*'''[[Framtíð (málfræði)|Framtíð]]:''' Ég ''mun tala''
*: Framtíð var lengi vel talin sérstök tíð sagnbeygingar. Hugtakið var notað yfir orðasambönd sem voru samsett úr hjálparsögninni mun og [[nafnháttur|nafnhætti]] aðalsagnarinnar. Dæmi: ''Ég mun koma''. {{heimild vantar}}
*'''[[Þáframtíð]]:''' Ég ''mun hafa talað''
*'''[[Skildagatíð]]:''' Ég ''mundi tala''
*'''[[Þáskildagatíð]]:''' Ég ''mundi hafa talað''
Þessar sex tíðir hafa allar sérstaka merkingu sem snertir stöðu atburðar eða verknaðar miðað við tímann í setningunni. '''Núliðin''' og '''þáliðin''' tíð gefa til kynna að verknaði sé lokið. '''Framtíð''' með '''munu''' lýsir óloknum verknaði en henni fylgir oft vafi. Hrein framtíð er oftast mynduð með nútíðarsniði; „Ég ''tala'' á morgun“. '''Þáframtíð''' segir að verknaði sé lokið en sýnir óvissu. '''Skildagatíðirnar''' tákna skilyrtan verknað.
 
15.627

breytingar