„Þágufall“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
BiT (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Þágufall''' {{skammstsem|þfg.}} er [[Fall (málfræði)|fall]] (nánar tiltekið [[aukafall]]) sem almennt er notað til að gefa til kynna með tilliti til hvers eitthvað er gert. Í þeim málum sem hafa þágufall er þágufallið oftast notað fyrir óbeint andlag. Frumlag [[Ópersónuleg sögn|ópersónulegra sagna]] er oft í þágufalli. Ofnotkun þágufalls er nefnd [[þágufallssýki]].
 
Í sumum [[tungumál]]um hefur þágufallið tekið yfir hlutverk ýmissa falla sem dottið hafa úr málinu. Í [[íslenska|íslensku]] er það til að mynda notað í stað [[tækisfall]]s, sem líklega datt úr forvera tungunnar löngu fyrir landnám. Dæmi um slíka notkun er setningin „Hann var stunginn rýtingi,“ þar sem ''rýtingi'' er notað eins og um tækisfall sé að ræða. Þá er talað um ''tækisþágufall''. Sjá nánar um notkun þágufalls í íslensku hér að neðan.