„Fell (Kollafirði)“: Munur á milli breytinga

m
stubbavinnsla AWB
Ekkert breytingarágrip
m (stubbavinnsla AWB)
{{staður á Íslandi|staður=Fell|vinstri=50|ofan=43}}
'''Fell''' í [[Kollafjörður_á_StröndumKollafjörður á Ströndum|Kollafirði]] á [[Strandir|Ströndum]] er sveitabær fyrir miðri byggð í botni Kollafjarðar. Land jarðarinnar er bæði stórt og gróðursælt, enda var Fell á öldum áður bústaður andlegra og veraldlegra höfðingja, auk landnámsmannsins [[Kolli (landnámsmaður á Ströndum)|Kolla]]. Fagurmyndað fjall sem nefnist [[Klakkur]] gnæfir yfir bænum og sést langt að. Þarna er einnig [[Svartfoss]], en hann var notaður af sjómönnum til að miða út fiskimið á innanverðum [[Húnaflói|Húnaflóa]].
 
Á síðari hluta [[18._öldin öldin|átjándu aldar]] varð Fell [[sýslumaður|sýslumannssetur]], þegar [[Halldór Jakobsson]] ([[1734]]-[[1810]]) flutti þangað. Hann var merkur söguritari en brokkgengur í embætti og sagður drykkfelldur og rustafenginn. Hann hlaut bágt fyrir að gæta ekki [[Fjalla-Eyvindur|Fjalla-Eyvindar]] betur en svo að hann strauk úr fangavistinni á Felli og var síðar settur af fyrir drykkjuskap og óráðsíu við strand verslunarskipsins ''[[Fortuna]]'' í [[Eyvindarfjörður|Eyvindarfirði]] árið [[1787]].
 
Kirkja stóð á Felli fyrr á tímum og þar er kirkjugarður. Kirkjan á Felli var helguð [[Ólafur digri|Ólafi helga Noregskonungi]] í kaþólskum sið, en jörðin var kirkjustaður allt til ársins [[1906]] þegar sóknir Fells- og [[Tröllatunga|Tröllatungusafnaða]] voru sameinaðar og kirkja síðan reist á [[Kollafjarðarnes]]i [[1909]].
Á Felli er rekin sumardvöl fyrir fatlaða frá árinu [[2004]].
 
{{Stubbur|ísland|landafræði}}
{{Íslenskur landafræðistubbur}}
 
[[Flokkur:Strandir]]
[[Flokkur:Íslenskir bæir]]
8.528

breytingar