„Allt í drasli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Allt í drasli''' er íslenskur sjónvarpsþáttur sem hefur verið á dagskrá á [[Skjár einn|Skjá einum]] frá [[2005]]. Þátturinn er íslensk útfærsla á breska þættinum ''[[How Clean is Your House?]]''. Þátturinn gengur út á það að farið er heim til fólks þar sem umgengni og hreinlæti er verulega ábótavant og messað yfir heimilisfólki um leið og ræstingafólk tekur til og þrífur.
 
Upphaflega voru þáttastjórnendur [[Heiðar Ástvaldsson]] snyrtir og [[Margrét Sigfúsdóttir]] skólastjóri [[Hússtjórnarskólinn|Hússtjórnarskólans]], en árið [[2007]] tók [[Eva Ásrún Albertsdóttir]] við af Heiðari við hlið Margrétar. Sögumaður er [[Hjálmar Hjálmarsson]].
 
Þættirnir eru gerðir samkvæmt bresku forskriftinni og mikið er um ýktar raddir, upphrópanir og líkamlegt látbragð til að lýsa yfir vanþóknun yfir ástandinu. Þessi forskrift er nú í notkun við þáttagerð í fjöldamörgum Evrópulöndum, íslenska útgáfan var ellefta staðfæringin á þáttunum.