„Næturvaktin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 40:
'''Næturvaktin''' er sjónvarpsþáttur sem hóf göngu sína [[2007]]. Þátturinn er sýndur á Stöð2 á sunnudögum um þessar mundir. Sögusviðið er lítil bensínstöð á Laugaveginum á nóttinni. Á bensínstöðinni ræður ríkjum hinn fertugi vaktstjóri Georg Bjarnfreðarson ([[Jón Gnarr]]). Georg er bitur maður sem hefur 5 háskólagráður og sterkar skoðanir á tilverunni.
 
Undirmaður Georgs er Ólafur Ragnar (Pétur Jóhann Sigfússon), starfsmaður á plani og einfaldur og einlægur hnakki sem á einstaklega auðvelt með að koma sér í klandur. Nýráðinn starfsmaður í þjálfun er fyrrverandi læknaneminn Daníel sem er búinn að slíta sambandi sínu við fjölskyldu og vini út af prófkvíða og þunglyndi. Í haust 2008 kemur önnur seríaþáttaröð en sú mun bera nafnið Dagvaktin og verður tekin upp úti á landi. Næturvaktin vann tvenn Edduverðlaun árið 2007, í flokkunum 'Besta leikna sjónvarpsefnið' og 'Vinsælasti sjónvarpsþátturinn', en síðarnefnd verðlaun voru valin með áhorfendakosningu.
 
Í byrjun nóvember 2007 varð Næturvaktin, ásamt þáttunum [[Tekinn]] og [[Stelpurnar]], aðalefni viðvörunar frá [[Stöð2]] í garð [[Istorrent]] vefsíðunnar, þar sem notendur geta deilt sín á milli gögnum sem almennt eru varðar höfundarréttum. [[Stöð2]] vildi þá að allir þættir sem [[Stöð2]] á yrðu teknir af síðunni og hótuðu þeir að fara í mál, sé þeirra kröfum ekki mætt.