„Fornmanna sögur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fornmanna sögur''', er ritröð í 12 bindum, sem [[Hið Konunglega norræna fornfræðafélag]] gaf út á árunum 1825-1837. Þar voru einkum prentaðar [[Noregskonunga sögur]] og rit tengd þeim, eins og [[Jómsvíkinga saga]] og [[Knýtlinga saga]]. Var textinn birtur á frummálinu, íslensku. Í lokabindinu voru skrár og ítarefni.
 
Fornfræðafélagið leit á sig sem samnorrænt eðaog alþjóðlegt félag, og því var ákveðið að þýða ''Fornmanna sögurnar'' bæði á dönsku og latínu, til þess að kynna ritin fyrir hinum menntaða heimi, á Norðurlöndum og annars staðar. Danska útgáfan heitir ''Oldnordiske sagaer'', og sú latneska ''[[Scripta historica Islandorum]], de rebus gestis veterum borealium''. Báðar eru í 12 bindum eins og Fornmanna sögurnar.
 
[[Carl Christian Rafn]], formaður Fornfræðafélagsins, átti frumkvæði að útgáfunni, en sjálft útgáfustarfið var unnið af nokkrum Íslendingum.