„Alexanders saga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Alexanders saga''' er forn íslensk saga um [[Alexander mikli|Alexander mikla]], þýðing á söguljóði frá því um 1170-1180 eftir [[Gualterus|Philippus Gualterus de Castellione]].
 
Sagan er varðveitt í nokkrum handritum, sem hafa hana í tveimur gerðum, A (lengri gerð) og B (styttri gerð):
Lína 5:
*AM 226 fol., aðalhandrit B-flokksins, talið ritað í [[Helgafellsklaustur|Helgafellsklaustri]] 1350-1370, og er sagan þar heil.
*AM 225 fol., er eftirrit AM 226 frá því um 1400.
*AM 655 XXIX 4to, brot úr handriti frá því um 1300, 4 blöð.
*Perg 4to no. 24, brot úr handriti frá 15. öld, 22 blöð.
 
Í B-flokknum er texti sögunnar talsvert styttur, en söguþræðinum þó haldið að fullu. FyllaÍ verðurAM eyðurnar226 fol. er skotið inn í Asöguna meðíslenskri B-textaþýðingu á bréfi Alexanders mikla til [[Aristóteles]]ar um undur [[Indland]]s. Þetta bréf er aftan við söguna í síðasttalda handritinu.
 
''Alexanders saga'' er þýðing á söguljóðinu ''Alexandreis'', sem er kallað ''Alexanderskviða'' á íslensku. Almennt er talið að [[Brandur Jónsson]] biskup á Hólum 1263-1264 hafi þýtt Alexanderskviðu á íslensku, og má þar t.d. vísa til eftirmála [[Gyðinga saga | Gyðinga sögu]] þar sem sagt er að Brandur hafi þýtt söguna. Brandur fékkst talsvert við kennslu, og var Alexanderskviða vinsælt kennsluefni í latínu á miðöldum. Talið er hugsanlegt að Brandur hafi þýtt söguna samhliða kennslunni, svipað og [[Sveinbjörn Egilsson]] gerði með [[Hómerskviður]]. Brandur tekur verk sitt sjálfstæðum tökum. Hann umritar söguljóð yfir í laust mál, sleppir formála frumritsins, einnig efniságripi í upphafi hverrar bókar o.fl. Einnig styttir hann þar sem ljóðmælandinn gerist langorður.