„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
BiT (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 111:
== Nafnheiti ==
Ég var að velta því fyrir mér að gera grein um það sem á ensku heitir ''eponym'' og á þýsku ''Namensgeber''. Ég hef hvergi fundið íslenska þýðingu en [http://laeknabladid.is/2001/fylgirit/14/idordapistlar/nr/555 hérna] er stungið upp á orðinu '''nafnheiti'''. Hefur einhver 'alvöru' heiti, eða eigum við að notast við orðið ''nafnheiti''? --[[Notandi:BiT|Baldur Blöndal]] 11. desember 2007 kl. 19:54 (UTC)
:Svona skilgreinir orðabankinn þetta: ''[skilgr.] SAMNÖFN DREGIN AF SÉRNÖFNUM eru þau orð sem eiga rætur að rekja til heitis eða örnefnis sem eitt tiltekið fyrirbæri hefur borið. Þetta sérnafn birtist svo aftur, t.d. í öðru tungumáli, og er þá farið að tákna öll slík fyrirbæri en ekki bara þetta eina. [dæmi] Orðið 'geyser' í ensku, sem merkir heitur goshver, er dregið af íslenska örnefninu Geysir sem er einfaldlega heiti tiltekins hvers í Haukadal. Enska orðið 'sandwich' sem merkir samloka, er einfaldlega nafn ensks lávarðar sem hafði yndi af að borða tvær brauðsneiðar með áleggi á milli.'' En orðabankinn kemur ekki með neina þýðingu, ekki frekar en aðrar orðabækur sem ég hef tiltækar. Hvað með jafngildisheiti? ''Geysir er jafngildisheiti hvers á ensku''. Nafnheiti mundi ekki segja mikið, eða hvað? en það eru að vísu til mörg heiti yfir fyrirbæri sem er ekki hægt að skilja einn tveir og þrír. Eða - og mér dettur í hug - yfirfærsluheiti, hljómar það ekki ágætlega? Já, ég veit að wikipedía á ekki að vera nýyrðasmiðja, en hva, það má nú reyna. --[[Kerfissíða:Framlög notanda/85.220.91.26|85.220.91.26]] 11. desember 2007 kl. 20:11 (UTC)