„Orrustan við Lützen (1632)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 12:
Um morguninn töfðust Svíar vegna þoku, en um 9-leytið voru herirnir komnir í sjónmál hvor við annan. Það tók Svía langan tíma að fylka liði, vegna skurða og lækja, og slæms skyggnis, en um 11-leytið voru þeir tilbúnir til orrustu.
 
[[Mynd:Battle of Lutzen.jpg|300px|thumb|right|''Orrustan við Lützen'' eftir Carl Wahlbom. Á málverkinu sést hvar [[Gústaf Adolf II. Svíakonungur]] er drepinn]]
Til að byrja með gekk mótmælendum betur, og þeim tókst að komast fyrir vinstri vænginn á her Wallensteins, sem var ekki nógu sterkur. Léttvopnaða finnska [[Hakkapeliitta]]-riddaraliðið skaut andstæðingunum skelk í bringu undir forystu Torsten Stålhandske ofursta, og veittu [[birgðalest]] Wallensteins þung högg. Þegar kaþólikkarnir virtust vera að missa tökin, kom Pappenheim á vettvang með milli 2 og 3000 riddara með sér, réðst beint á Svíana og tókst að stöðva sókn þeirra. „Þarna þekki ég hann Pappenheim minn,“ á Wallenstein þá að hafa sagt. Ekki vildi þó betur til en svo, að Pappenheim hlaut sjálfur banasár af völdum lítillar sænskrar [[fallbyssukúla|fallbyssukúlu]]. Gagnsóknin féll um sjálfa sig um leið og hermennirnir sáu foringja sinn falla í valinn. Hann gaf upp öndina síðar um daginn, þegar verið var að færa hann af vígvellinum á kerru.