„Orrustan við Lützen (1632)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Vesteinn (spjall | framlög)
Lína 16:
 
Á vinstri væng keisarahersins hélt riddaraliðsorrustan áfram og báðir herir tefldu fram varaliði sínu til að reyna að ná yfirhöndinni. Um klukkan 1 var Gústaf Adolf sjálfur drepinn, þar sem hann var í broddi fylkingar í riddaraliðsáhlaupi þeim megin. Vegna þess hve þykkt mistur af þoku og púðurreyk lá yfir vígvellinum, leið nokkur stund meðan menn vissu ekki hvað hafði orðið af honum, áður en menn áttuðu sig á að konungur væri fallinn. Einum eða tveim tímum eftir að hann féll, var illa leiknu líkinu komið undan á laun, á fallbyssuvagni.
[[Mynd:Albrecht Wallenstein.jpeg|thumb|rightleft|Albrecht von Wallenstein]]
Á meðan hélt sænska fótgönguliðið, fyrir miðri fylkingu, áfram að fylgja skipunum sínum og reyndi að brjóta sterka miðfylkingu og hægri væng keisarahersins. Áhlaup þeirra mistóks mjög illa. Fyrst urðu þeir fyrir skæðri kúlnahríð frá stórskotaliði kaþólikka, og síðan áhlaupi riddaraliðs þeirra. Tvær elstu og reyndustu sveitir sænska hersins, „Gamla bláa herdeildin“ og „Gula -“ eða „Hirðherdeildin“, voru svo gott sem stráfelldar í þessum árásum og þeir sem eftir voru flúðu. Skelfing greip um sig í röðum mótmælenda, samtímis því sem fall konungsins spurðist út. Brátt var gjörvöll framvarðarsveit Svía á óskipulegu undanhaldi. Prestur konungsins, Jakob Fabricius, safnaði um sig sænskum yfirmönnum og hóf að syngja sálm. Þeim tókst að róa hermennina, sem staðnæmdust og fengu nýjan kjark. Forsjálni þriðjahæstráðanda Svía, Dodo Knyphausen herforingja, hjálpaði þeim einnig við að fylkja liði á nýjan leik - hann hafði haldið varalínunni vel utan við skotfæri stórskotaliðs keisarahersins, og með henni gátu þeir fylkt framvarðarsveitinni aftur.