Munur á milli breytinga „Skortstaða“

506 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
m
ekkert breytingarágrip
m
m
'''Skortstaða''' (e. ''short position'') er aðferð sem menn nota í [[fjármál]]um til þess að [[hagnaður|hagnast]] á [[verðfall]]i [[verðbréf]]a eða annarra verðmæta t.d. [[gjaldmiðill|gjaldmiðla]] eða [[hrávörur|hrávara]], með því að fá þau lánuð til sölu með það að markmiði að kaupa aftur ódýrara seinna og skila til lánveitanda. Þeir aðilar sem taka þátt í skortstöðum með láni verðbréfa eru venjulega langtímafjárfestar sem hafa trú á verðhækkun til langs tíma en eru ekki að eltast við skammtímasveiflur.
 
Þeir sem hafa tekið skortstöðu í einhverjum verðmætum er stundum sagðir hafa tekið ,,stöðu gegn" þeim, þ.e. hafi trú á lækkun þeirra.
 
== Dæmi ==
== Á Íslandi ==
Skortstöður eru ekki bannaðar á [[Ísland]]i, né þeim settar aðrar takmarkanir í lögum. Þrátt fyrir þetta er ekki vitað til þess að skortstöðum sé mikið beitt í íslensku [[fjármálalíf]]i. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að taka þátt í skortstöðum vegna þeirra ströngu fjárfestingaheimilda sem þeim er gert að lifa við. Flest íslensk fjármálafyrirtæki taka ekki þátt í skortstöðum viðskiptavina sinna vegna áhættu þeim samfara.
 
4. [[desember]] 2007 ráðlagði [[Den Danske Bank]] [[viðskiptavinur|viðskiptavinum]] sínum að taka stöðu gegn krónunni, þ.e. að veðja á gengislækkun íslensku krónunnar.
 
== Heimildir ==
* [http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7007116.stm Umfjöllun á vef BBC News um Northern Rock] - Skoðað 12. nóvember 2007
* [http://www.vb.is/vb/?gluggi=frett&flokkur=1&id=37782 Danske Bank ráðleggur að taka stöðu gegn krónu] - Viðskiptablaðið á netinu, skoðað 5. desember 2007
 
[[Flokkur:Hagfræði]]
247

breytingar