„Enska öldin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
Lína 1:
{{Saga Íslands}}
'''Enska öldin''' í [[saga Íslands|sögu Íslands]] á oft við alla [[15. öldin|15. öldina]]a en nær strangt til tekið frá 1415 til 1475 þegar [[England|Englendingar]] öðrum fremur sigldu til Íslands til að veiða og kaupa [[skreið]] og aðra vöru (t.d. [[vaðmál]] og [[brennisteinn|brennistein]]) í skiptum fyrir ensk [[klæði|klæðaefni]], [[mjöl]], [[bjór]], [[vín]] og fleira. Hún hófst skömmu eftir að [[Svarti dauði]] herjaði á landið (1402 til 1404) og siglingar frá [[Noregur|Noregi]] lögðust að mestu leyti af í kjölfarið. Um miðja öldina tóku síðan [[sléttbyrðingur|sléttbyrtir]], fjölmastra [[karkari|karkarar]] við af [[súðbyrðingur|súðbyrtum]], einmastra [[kuggur|kuggum]]. Þetta voru stærri skip og gerðu lengra úthald mögulegt.
 
Englendingar höfðu lengi áður siglt til landsins, einkum til [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]] og lagt þar verslunina undir sig svo [[Skálholt]]sstaður (sem þá átti eyjarnar) gat lítið að gert. Snemma á öldinni voru eyjarnar því lýstar einkaeign konungs. Einkum var það sókn eftir skreið sem olli því að siglingar Englendinga til Íslands jukust mikið á 15. öld og talið er að um hundrað skip frá mörgum höfnum Englands hafi árlega siglt þangað til veiða.
Lína 10:
Við komu Hansakaupmanna fóru átökin á Íslandi að snúast um einstakar hafnir og áhrif Þjóðverja, einkum frá [[Hamborg]], sem nutu stuðnings konungs, jukust jafnt og þétt á kostnað Englendinga. Þetta leiddi til þess að [[16. öldin]] er stundum kölluð [[þýska öldin]] í Íslandssögunni. Siglingar Englendinga til Íslands lögðust þó ekki af og héldust áfram miklar fram á miðja [[17. öldin|17. öld]].
 
{{sögustubburStubbur|saga}}
 
[[Flokkur:Saga Íslands]]