„Textafræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
AlleborgoBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: pms:Filologìa
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
Lína 1:
[[Mynd:Aristotle_De_Anima_page_1Aristotle De Anima page 1.png|thumb|right|220px|Upphaf 1. bókar ''[[Um sálina]]'' eftir [[Aristóteles]] á frummálinu (forngrísku) í fræðilegri útgáfu textans. Neðanmáls eru textafræðilegar og handritafræðilegar skýringar í svonefndum ''apparatus criticus''.]]
'''Textafræði''' er fræðigrein sem rannsakar forna texta og forn tungumál. Upphaflega merkti hugtakið ást (á [[gríska|grísku]] ''philo-'') á orðum og bókmenntum (á grísku ''-logia'' af ''logos'' sem þýðir „orð“). Innan akademískrar hefðar ýmissa þjóða merkir hugtakið „textafræði“ í víðum skilningi rannsókn á tungumáli og bókmenntum þess og því sögulega og menningarlega samhengi sem þarf til að skilja bókmenntaverk og aðra texta tungumálsins. Þannig felur textafræði í sér rannsókn á [[málfræði]], [[mælskufræði]] og [[sögu]] tiltekins tungumáls auk þess að fela í sér túlkun á höfundum þess. En svo víður skilningur á hugtakinu er orðinn fremur sjaldgæfur nú um mundir og hugtakið „textafræði“ er einkum farið að merkja rannsókn á textum út frá sjónarhóli [[söguleg málvísindi|sögulegra málvísinda]].
 
Upphaflega var hugtakið notað annars vegar um rannsókn á ''klassískum textum'', þ.e. textum á klassísku málunum [[gríska|grísku]] og [[latína|latínu]], og hins vegar um rannsóknir á og ritskýringar við [[biblían|biblíuna]]. Síðar var farið að beita aðferðum textafræðinnar á þjóðtungurnar. Þannig vísar nú ''íslensk textafræði'' til textafræðilegra rannsókna á íslenskum textum en ''klassísk textafræði'' til textafræðilegra rannsókna á ''klassískum textum'', þ.e. á grísku og latínu.
 
Klassísk textafræði er ein meginuppistaðan í menntun og þjálfun [[fornfræði|fornfræðinga]]nga
 
== Undirgreinar textafræðinnar ==
 
=== Samanburðarmálvísindi ===
[[Samanburðarmálvísindi]] eru sameiginleg undirgrein textafræðinnar og [[málvísindi|málvísinda]]. Þau rannsaka tengsl á milli ólíkra tungumála. Líkindi á milli [[sanskrít]] og evrópskra tungumála uppgötvuðust fyrst á 18. öld og gátu af sér hugleiðingar um tungumál sem væri sameiginlegt foreldri beggja. Nú nefnist það [[Frum-indóevrópska]]. Á 19. öld leiddi áhugi textafræðinga á fornum tungumálum þá til rannsóknar á tungumálum sem þá þóttu „framandi“ vegna þess að talið var að þau gætu aukið skilning okkar á eldri tungumálum.
Lína 33 ⟶ 32:
*[[Textarýni]]
 
{{LinkTengill FAÚG|eo}}
 
[[Flokkur:Fornfræði]]