„Star Trek“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
SieBot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: cy:Star Trek
S.Örvarr.S.NET (spjall | framlög)
m stubbavinnsla AWB
Lína 6:
 
==Saga==
 
===Upphafið og fyrsta Star Trek þáttaröðin===
Árið [[1964]] gerði Roddenberry þriggja ára þróunarsamning við fyrirtækið [[Desilu]] sem síðar var keypt af fyrirtækinu [[Gulf+Western]] sem síðar [[sameining|sameinaðist]] fyrirtækinu [[Paramount Pictures]]. Leitin að [[sýningaraðili|sýningaraðila]] hófst og var prufuþátturinn The Cage, með þáverandi [[kærasta|kærustunni]] hans, [[Majel Barret]], sem „númer eitt“, framleiddur og hann lagður fyrir stjórnendur margra sjónvarpsstöðva. [[NBC]] sjónvarpsstöðin hafnaði þættinum í fyrstu en voru hrifnir af hugmyndinni svo þeir létu framleiða annan prufuþátt sem hét Where No Man Has Gone Before. Sú hugmynd var samþykkt og hófst framleiðsla á þáttaröðinni Star Trek, sem síðar var kölluð [[Star Trek: The Original Series|The Original Series]] til aðgreiningar frá öðrum Star Trek þáttaröðum. Hún var fyrst sýnd reglulega árið 1966 eða þremur árum eftir að bresku vísndaskáldsögu-þáttunum [[Doctor Who]] hófu göngu sína og er það eina vísindaskáldsögu-þáttaröðin sem er langlífari en Star Trek.
Lína 24 ⟶ 23:
 
===Star Trek: Deep Space Nine===
[[Star Trek: Deep Space Nine]] (skammstöfuð ''ST:DS9'') hóf göngu sína [[1993]] og var fyrsta Star Trek þáttaröðin sem Gene Roddenberry kom ekki nálægt og sú eina (hingað til) sem ekki snýst um ákveðið geimskip, heldur [[geimstöð]] staðsetta nálægt [[ormagöng|ormagöngum]]um rétt hjá [[sólkerfi]]nu [[Bajor]]. Auk þess að vera á mörkum Sambandsins og [[yfirráðasvæði]] [[Kardassía|Kardassanna]], þá leiða ormagöngin í [[gammafjórðungurinn|gammafjórðunginn]] sem opnar fyrir fleiri möguleg samskipti við ókunnar tegundir geimvera og fyrirbæra. Aðaláhersla þáttaraðanna eru [[stríð]], [[trúarbrögð]], [[stjórnmál]] og önnur málefni en þetta er fyrsta Star Trek þáttaröðin þar sem ákveðið stríð er svona mikill ráðandi þáttur í þróun söguþráðarins. Fyrstu tímabilin einkenndust að könnun geimsins og lífið á stöðinni en þegar leið á þáttaröðina var meira af hasar og stjórnmálakenndu ferli þar sem [[Yfirráðið]] (The Dominion) sóttist eftir völdum yfir öllum fjórðungnum sem leiddi til stríðs. Þáttaröðin var í gangi í sjö tímabil og hafa margir þáttanna vakið upp pælingar fólks hvað varðar stöðu trúarbragða gagnvart [[vísindi|vísindum]].
 
===Star Trek: Voyager===
Lína 32 ⟶ 31:
Venjulega þegar nýjar Star Trek þáttaraðir hafa verið framleiddar, er alltaf farið lengra í framtíðina en eftir að ''TNG'' hóf göngu sína hefur [[tímalína]]n verið óslitin. Það gerðist hins vegar í söguþræðinum á þáttaröðinni [[Star Trek: Enterprise|Enterprise]], sem hóf göngu sína árið [[2001]], að [[ytri tími]] sögunnar hefst 10 árum áður en ''Sambandið'' var stofnað. Fyrstu tvö tímabilin fjalla um fyrstu kynnin við aðrar verur og fyrstu skrefin í könnun geimsins og voru flestir þættirnir sjálfstæðir. Í þriðja tímabili hófst óslitin saga sem snerist eingöngu um eitt markmið, en þó var nokkrum sjálfstæðum söguþráðum blandað inn í til að krydda söguna og í fysta skiptið sem þættirnir báru nafnið Star Trek: Enterprise. Fjórða tímabilið mun vera þekkt sem framhaldstímabilið, þar sem flestir þættirnir í henni eru í mörgum hlutum og tengist það líklega því að þáttaröðin hefur verið [[afpöntun|afpöntuð]] og eru því eingöngu fáir þættir eftir ósýndir. Ástæðan fyrir þessari afpöntun er talin vera lágt áhorf og slæmt gengi 10. Star Trek kvikmyndarinnar [[Star Trek: Nemesis]]. Þetta er í fyrsta sinn sem að [[framleiðsla]] á Star Trek þáttaröð hefur verið hætt áður en [[framleiðandi]] lýkur henni. Auk þess mun í fyrsta sinn í 18 ár, vera engin frumsýnd þáttaröð vera í gangi næsta tímabil.
 
{{LinkTengill FAÚG|it}}
 
[[Flokkur:Star Trek]]