„Ahmad al-Mansur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Ný síða: thumb|right|Landvinningar Saadi-ættarinnar. '''Ahmad al-Mansur Saadi''' (arabíska: أحمد المنصور السعدي) nefndur ''Adh-dhah...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Ahmad al-Mansur Saadi''' ([[arabíska]]: أحمد المنصور السعدي) nefndur ''Adh-dhahbîy'' - „hinn gullni“ ([[1549]] – [[20. ágúst]] [[1603]]) var [[soldán]] [[Marokkó]] frá [[1578]] til dauðadags. Hann var af [[Saadi-ættin]]ni sem ríkti yfir Marokkó frá [[1554]] til [[1627]].
 
Hann tók við völdum af bróður sínum þegar sá síðarnefndi lést í [[Orrustan við Alcácer Quibir|orrustunni við Alcácer Quibir]] þar sem Saadi-ættin vann yfirburðasigur á her [[Portúgal]]a. Hann gat sér mikið orð í orrustunni og tók við fjölda portúgalskra stríðsfanga sem hann gat selt fyrir lausnargjald. Sá auður sem sigurinn færði soldáninum var nýttur til að reista [[El Badi-höllin]]a í [[Marrakesh]].
 
Al-Mansur þurfti dýrt net útsendara, bandamanna og njósnara til að halda í skefjum bæði [[Tyrkjaveldi]], [[Spánn|Spáni]] og [[Portúgal]] sem öll höfðu augastað á Marokkó. Til að komast yfir örugga [[gull]]uppsprettu sendi hann því her yfir [[Sahara]]eyðimörkina [[16. október]] [[1590]] til að leggja [[Songhæveldið]] undir Marokkó. Her hans vann úrslitasigur í [[orrustan við Tondibi|orrustunni við Tondibi]] [[13. mars]] [[1591]] þar sem [[skotvopn]] gerðu útslagið. Eftir það fóru mennirnir ránshendi um borgirnar [[Gao]], [[Djenné]] og [[Timbúktú]] og fengu mikið herfang gulls. Hins vegar varð þessi árás til þess að [[Saharaverslunin]] lagðist nánast af og miðstjórnarvaldið hrundi í [[Vestur-Afríka|Vestur-Afríku]]. Marokkó átti í erfiðleikum með að halda stjórn á borgunum og árásin varð því dýrari en ávinningnum nam til lengri tíma litið. Saadi-ættin missti stjórn borganna fljótlega eftir lát al-Mansurs.
 
Eftir lát al-Mansurs tókust tveir synir hans á um völdin; [[Zidan Abu Mali]] sem ríkti yfir [[Marrakesh]] og [[Abou Fares Abdallah]] sem ríkti í [[Fes]].
 
{{Töflubyrjun}}
Lína 9 ⟶ 14:
| til = 1603
| fyrir = [[Abd al-Malik]]
| eftir = [[Zidan Abu Maali]] og [[Abou Fares Abdallah]]
}}
{{Töfluendir}}