„Varnarhættir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Haukurth (spjall | framlög)
Afneitun færð upp - loksins búinn að hreingera.
Haukurth (spjall | framlög)
m →‎Dæmi um varnarhætti: Þroskastigshlekkurinn er nóg
Lína 5:
'''Bæling''' (e. ''repression'') leitast við að gera óæskilegar hugmyndir, minningar, tilfinningar eða [[skyndihvöt|skyndihvatir]] ómeðvitaðar. Þannig geta sársaukafullar tilfinningar sem skapast af togstreitu milli [[vellíðunarlögmálið|vellíðunarlögmálsins]] og [[veruleikalögmálið|veruleikalögmálsins]] togast niður í [[dulvitund]]ina. Þar virðast þær gleymdar en geta þó haft áhrif á atferli og sálarlíf.<ref>Aldís Unnur Guðmundsdóttir, bls. 97.</ref><ref name="App170">Appignanesi, bls. 170.</ref>
 
'''Afturhvarf''' eða '''bakrás''' (e. ''regression'') er að hverfa aftur til hegðunar sem einkennist af minni þroska (fyrra [[þroskastig]]i). Samkvæmt kenningunni gæti t.d. fullorðinn einstaklingur sem byrjar að sjúga puttann hafa orðið fyrir afturhvarfi til [[munnstig]]smunnstigs.<ref name="App170"/><ref name="Heiða">Heiða María Sigurðardóttir.</ref>
 
'''Tilfærsla''' (e. ''displacement'') er að beina tilfinningu og viðhorfum að einhverju sem getur þjónað sem staðgengill fyrir annað. Dæmi um það er að sýna reiði gagnvart einstaklingi sem hefur ekki orsakað reiðina, t.d. vegna þess að sá sem reiðin ætti að beinast að er of ógnvekjandi. Maður sem hefur verið skammaður af yfirmanni sínum í vinnunni og sparkar í hundinn þegar hann kemur heim hefur orðið fyrir tilfærslu á tilfinningum sínum.<ref>Appignanesi, bls. 173.</ref><ref name="Heiða"/><ref>Aldís Unnur Guðmundsdóttir, bls. 404.</ref>