„Aðalstræti“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Ný síða: '''Aðalstræti''' er gata í Reykjavík og er elsta og kannski sögufrægasta gata borgarinnar. ==Saga== Við Aðalstræti norðanvert eru elstu þekktu mannvistarleifar sem fundis...
 
Lína 4:
Við Aðalstræti norðanvert eru elstu þekktu mannvistarleifar sem fundist hafa á Íslandi, rústir skála sem er talinn vera frá árabilinu 868-874 og þykir ekki ólíklegt að sé hin upprunalega Vík (eða Reykja-Vík) þar sem [[Ingólfur Arnarson]] nam land. Rústirnar voru grafnar upp veturinn 2001, og eru nú til sýnis almenningi í þar til gerðum kjallara. Gatan dregur nafn sitt af því að þegar hún var lögð var hún eina gata Reykjavíkur, en það var á átjándu öld þegar [[Innréttingarnar]] stóðu sem hæst, en líklegt má telja að troðningur hafi legið þarna frá alda öðli, frá bæjarhúsum Víkur og Víkurkirkju niður að sjónum, svo varla er hægt að tímasetja hvenær gatan varð eiginlega til. Gegnt Aðalstræti 12 var vatnsból forðum daga, og hefur þar verið settur upp [[vatnspóstur]] á nýjan leik til skrauts.
 
==Lega, hús og umhverfi===
Núna nær Aðalstræti frá gatnamótum við [[Hafnarstræti]] og [[Vesturgata|Vesturgötu]] í norðri, til [[Kirkjustræti]]s í suðri, og er einstefnugata í norður með hámarkshraða 30 km/klst. Fyrir vestan götuna eru tvö nýbyggð hótel, tvær nýlegar skrifstofubyggingar og þrjú afar gömul hús, [[Ísafoldarhús]]ið, [[Geysishúsið]] og Aðalstræti 10, sem er elsta hús Reykjavíkur. Vestur úr götunni liggja [[Gjótagata]], [[Brattagata]] og [[Fischersund]] inn í [[Grjótaþorp]] og austur úr henni [[Veltusund]] austur meðfram [[Ingólfstorg]]i og [[Austurvöllur|Austurvelli]] til [[Pósthússtræti]]s. Austan við götuna eru Ingólfstorg, eitt gamalt hús, eitt mjög stórt nýtt hús með fyrirtækjum, íbúðum og flokksskrifstofu [[Frjálslyndi flokkurinn|Frjálslynda flokksins]], og [[Fógetagarðurinn]], þar sem áður lá [[Víkurkirkjugarður]].