„Reynistaðarætt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Ný síða: {{Staður á Íslandi|staður=Reynistaður|vinstri=83|ofan=36}} '''Reynistaðarætt''' er íslensk ætt kennd við Reynistað í Skagafirði. Hana myn...
 
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
==Reynistaðarbræður og ættarbölvunin==
{{Aðalgrein|Reynistaðarbræður}}
Sumarið 1780 kom pest í [[Sauðkind|fé]] á Norðurlandi og var allt skorið í Skagafirði. Um haustið sendi Halldór á Reynistað syni sína Einar og Bjarna, ásamt vinnumanninum Jóni Austmann og öðrum, sem Sigurður hét, suður yfir [[Kjölur (fjallvegur)|Kjöl]] til að kaupa fé. Þeir urðu allir úti í stórhríð á heimleiðinni, og þótti Björgu systur þeirra bræðra Bjarni bróðir sinn [[berdreymi|birtast sér í draumi]] og segja henni að þeir væru allir dauðir. Auk þess þótti henni hann segja sér að frá þessum degi mætti ekki gefa neinum dreng í ættinni nafnið Bjarni, og enginn karl mætti framar klæðast grænu né ríða bleikum hesti, en væri [[Feigð|feigur]] ella. Um vorið fundust lík fylgdarmannanna tveggja í tjaldi við [[Beinhóll|Beinhól]], en bein bræðranna fundust ekki fyrr en árið [[1845]] í gjótu þar skammt frá. Fólk varð felmtri slegið vegna þessara atburða og lögðust mannaferðir um Kjöl af áratugina á eftir. Bölvunin var talin fylgja ættinni, og ýmsir voveiflegir atburðir taldir tengjast henni, og fram á þennan dag forðast afkomendur Halldórs og Ragnheiðar að nefna syni sína Bjarna og karlar að klæðast grænu eða ríða bleikum hesti.
 
[[Flokkur:Vídalínsætt]]