„Drakúla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Magnusb (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Sagan, sem er skrifuð sem safn af [[dagbók]]arbrotum, [[minnisblöð]]um og [[frétt]]aúrklippum, hefst [[ár]]ið [[1893]]. Hún segir frá ungum [[lögfræði]]ngi, Jonathan Harker að nafni, sem þarf að ferðast frá [[London]] til [[Transylvanía|Transylvaníu]] til þess að afhenda [[greifi|greifa]] að nafni Drakúla, [[afsal]] fyrir [[hús]]eign í London.
 
Greifinn tekur á móti lögfræðingnum unga í [[kastali|kastala]] sínum en Jonathan er þegar sleginn yfir undarlegu [[útlit]]i hans. Drakúla er hávaxinn, grannur og ákaflega fölur. Hann hefur blóðrauðar [[varir]] og [[rauður|rauð]] [[augu]] auk langra oddmjórra [[eyru|eyrna]]. [[Neglur]]nar eru langar og hvassar, úr [[lófar|lófum]] hans vex [[hár]] og undan efri [[varir|vör]] hans glittir í [[hvítur|hvítar]] [[Augntönn|vígtennur]].
 
Svo fer að greifinn býður Jonathan að dveljast hjá sér í [[mánuður|mánuð]]. Jonathan fer fljótlega að taka eftir undarlegum háttum greifans sem virðist aldrei vera á ferli nema á [[nótt]]inni, hræðast [[róðukross]] sem Jonathan hefur um [[háls]]inn og aldrei sést hann [[næring|nærast]]. Að lokum sannfærist Jonathan um að eitthvað sé bogið við greifann þegar hann verður vitni að því að Drakúla skríður niður [[veggur|vegg]]. En þá er allt orðið um seinan, Jonathan er orðinn fangi í kastalanum þar sem hann verður vitni að hræðilegum atburðum.