„Húsráð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
* [[Heimkoma]], öðru nafni áma, var tíður kvilli fyrrum. Ánamaðkabakstur þótti gott ráð við henni. Hann var svo gerður, að tínd var hrúga af [[Ánamaðkur|ánamöðkum]], látin í smokk af sauðsvörtu eða gráu [[vaðmál]]i og þetta svo bundið við bólguna og látið sitja þrjár nætur. Þá átti að taka smokkinn og brenna hann með möðkunum að húsabaki. - Þetta húsráð er mjög gamalt, og er því vafalaust að nafnið ánamaðkur er afbökun, hann heitir að réttu lagi ámumaðkur, vegna þess að hann var notaður til þess að lækna ámuna.
* Það að hella [[hvítvín]]i yfir þar sem [[rauðvín]] hefur farið í teppi telst til húsráða. Er þetta gert svo ekki myndist blettur.
* Á tímum [[Hippókrates]]ar var það húsráð að mylja pílvíðarbörk og blanda við heitt vatn til að draga úr gigtarverk og hita. Þetta húsráð varð síðan grunnurinn að [[asperínaspirín]]i.
* [[Steinolía]] þótti áður fyrr ágætis meðal við brunasárum og frostbólgu á höndum og fótum.
* Ef saltblettir hverfa ekki af leðurskóm má nudda blettina með sterku [[kaffi]] eða blanda saman hálfri teskeið af [[edik]]i og einum bolla af vatni og nudda blettina með þeim vökva. Látið þorna.