„Björn Þorleifsson biskup“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 15:
Hann þýddi bók eftir A. Hjörring: ''Veganesti guðsbarna'' (Hólum 1706), og e.t.v. eitthvað fleira. Fékk ámæli fyrir breytingar á [[Passíusálmarnir|Passíusálmum]] [[Hallgrímur Pétursson | Hallgríms Péturssonar]], sem prentaðir voru á Hólum 1704.
 
Björn biskup var í fyrstu vel efnaður maður, en varð fyrir miklu tjóni þegar biskupsbaðstofan á Hólum brann 28[[18. nóvember]] 1709, þá nýlega uppgerð. Brunnu þar bækur, silfurgripir o.fl. Beið efnahagur hans þá mikinn hnekki, en einnig er hann í sumum heimildum gagnrýndur fyrir eyðslusemi.
 
Í [[Þjóðskjalasafn Íslands|Þjóðskjalasafni Íslands]] eru vísitasíubók og prestastefnubók úr embættistíð Björns Þorleifssonar, en bréfabækur hans og tveggja fyrirrennara hans mun hafa brunnið 1709.
Lína 21:
Engin mynd eða málverk er til af Birni Þorleifssyni og ekki heldur legsteinn með grafskrift hans.
 
Kona Björns Þorleifssonar (gift 1689) var '''Þrúður Þorsteinsdóttir''' (f. 13. desember 1666, d. 19. apríl 1738), dóttir Þorsteins Þorleifssonar sýslumanns á [[Víðivellir|Víðivöllum]] í [[Blönduhlíð]] og konu hans Elínar Þorláksdóttur, dóttur [[Þorlákur Skúlason|Þorláks Skúlasonar]] Hólabiskups. Eftir lát manns síns fluttist Þrúður að Víðivöllum. Árið 1730 brá hún búi og fluttist suður að Hlíðarenda í Fljótshlíð og dó þar.
 
Þau Björn og Þrúður voru barnlaus.