„Oktoberfest“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tryggvason (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 5:
Svo kallaðar Oktoberfest-hátíðir voru algengar áður fyrr í [[Bæjaraland|Bæjaralandi]] og þjónuðu þær þeim tilgangi að tæma bjórgeymslurnar áður en nýtt bruggtímabil gengi í garð.
 
Hin hefðbundna Oktoberfest í [[München]] var haldin í fyrsta skipti þann 17. október 1810. Í tilefni af brúðkaupi Ludwigs krónprins og Therese prinsessu þann 12. október 1810 var efnt til kappreiða á engi fyrir utan borgarmúra [[München]]. Eftir það var engið nefnt Theresienwiese. Til að gleðja múginn ákvað bæverska konungshirðin að endurtaka kappreiðarnar á sama stað og sama tíma að ári, og þar með skapaðist hefðin fyrir Oktoberfest. Til að byrja með einkenndust hátíðirnar af hinum ýmsu íþróttaviðburðum, en Oktoberfest var einmitt fyrirmynd ólympíu-hátíðanna í Grikklandi sem síðar varð fyrirmynd ólympíuleikanna. Í lok 19. aldar þróaðist Oktoberfest í þá fólkshátíð sem nú er heimsþekkt. Hún var lengd, auk þess sem að hún var færð fram í september af veðurfarslegum ástæðum.
Þó nokkrum sinnum hefur reynst nauðsynlegt að hætta við Oktoberfest, ýmist vegna átaka eða farsótta. Árin sem hátíðin var ekki haldin voru: 1813 vegna [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjaldanna]], nokkur ár milli 1854 og 1873 vegna kólerufarsóttar, 1866 vegna prússnesk-austurríska stríðsins, 1870 vegna þýsk-franska stríðsins, 1914 til 1920 vegna [[Fyrri heimsstyrjöldin|heimstyrjaldarinnar fyrri]], 1923/1924 vegna óðaverðbólgu og 1939 til 1948 vegna [[Seinni heimsstyrjöldin|heimstyrjaldarinnar síðari]].