23.282
breytingar
(1. tillaga) |
Jóna Þórunn (spjall | framlög) m |
||
'''Skortstaða''' (e. ''short position
== Dæmi ==
Jón er þess fullviss að verð [[hlutabréf]]a í Vogun vinnur hf. sé við það að falla. Hann snýr sér til Sigurðar sem á hlutabréf í félaginu og fær 1000 hlutabréf að láni. Jón selur strax bréfin sem á núverandi [[gengi]] eru að [[verðmæti]] 1.000.000.- [[króna]]. Hlutabréfin falla um 20% og Jón kaupir þessi 1000 bréf aftur en núna greiðir hann aðeins 800 krónur fyrir bréfið eða samtals 800.000.- Bréfunum skilar hann aftur til Sigurðar en mismuninum á sölu- og kaupverði, 200.000.- krónum heldur hann eftir.
== Alger skortstaða ==
Alger skortstaða (e. ''naked short position'') er það kallað þegar menn sleppa fyrsta skrefinu, þ.e. að fá hlutabréfin lánuð. Þá selur viðkomandi bréf í ákveðnu félagi strax á núverandi gengi, með loforði um að afhenda bréfin eftir t.d. mánuð. Hann er þá ekki aðeins að veðja á verðfall bréfanna heldur einnig að hann geti eftir mánuð keypt bréfin til þess að standa við loforðið.
== Áhætta ==
Sem dæmi um vel heppnaða skortstöðu má taka [[Northern Rock]] [[banki|bankann]] í [[Bretland|Bretlandi]]. Í [[febrúar]] [[2007]] var gengi hlutabréfa í bankanum 12,5 [[pund]]. Fjárfestar voru þá þegar farnir að spá verðfalli bréfanna vegna hugsanlegs lausafjárvanda í kjölfar tapaðra útlána til húseigenda í [[Bandaríkjunum]]. Í [[september]] 2007 féll gengið undir 2 pund. Talið er að allt að þriðjungur hlutafjár bankans hafi þá verið bundið í skortstöðum og hagnaður fjárfesta af þeim hafi verið meira en 1 [[milljarður]] punda.
== Á Íslandi ==
Í sumum löndum eru skortstöður bannaðar með [[lög]]um eða þeim settar strangar skorður. Svo er ekki á [[Ísland]]i. Þó er ekki vitað til þess að þeim sé mikið beitt í íslensku [[fjármálalíf]]i. Hugsanleg ástæða fyrir því kann að vera sú að eðli málsins samkvæmt þarf sá sem lánar hlutabréfin að vera [[langtímafjárfestir]] sem trúir á verðhækkun til langs tíma en er ekki að eltast við [[skammtímasveiflur]] í hlutabréfaverði. Slíkir fjárfestar á Íslandi eru fyrst og fremst [[lífeyrissjóður|lífeyrissjóðir]] og aðrir [[stofnanafjárfestir|stofnanafjárfestar]] sem ekki mega taka þátt í skortstöðum samkvæmt lögum.
== Heimildir ==▼
* [http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7007116.stm Umfjöllun á vef BBC News um Northern Rock] - Skoðað 12. nóvember 2007▼
[[Flokkur:Hagfræði]]
▲== Heimildir ==
▲[http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7007116.stm Umfjöllun á vef BBC News um Northern Rock] - Skoðað 12. nóvember 2007
[[bg:Къси продажби]]
[[de:Leerverkauf]]
[[en:Short (finance)]]
[[es:Corta (hipoteca)]]
[[fr:Vente à découvert]]
[[it:Vendita allo scoperto]]
[[he:מכירה בחסר]]
[[lt:Trumpalaikis vertybinių popierių skolinimas]]
[[nl:Short gaan]]
[[ja:空売り]]
[[no:Blankosalg]]
[[nn:Shorte]]
[[pl:Krótka sprzedaż]]
[[ru:Продажа без покрытия]]
[[sv:Blankning]]
[[vi:Bán khống]]
[[zh:空头]]
|