„Rómaveldi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
minniháttar víslaði mynd og forn fræði gátt svo myndinn væri ekki á einhvern undarlegan hátt fyrir hluta af textanum
Lína 50:
Þegar [[Ágústus]] hafði sigrað andstæðinga sína voru völd hans nánast ótakmörkuð enda þótt hann gætti þess vandlega að viðhalda stjórnarformi lýðveldisins í orði kveðnu. Eftirmaður hans, [[Tíberíus]], tók við völdunum án átaka. Þannig festist [[Júlíska-cládíska ættin]] í sessi sem valdhafar og hélt þeirri stöðu þar til [[Neró]] lést árið [[68]]. Útþensla Rómaveldið hélt áfram og ríkið stóð föstum fótum þrátt fyrir að til valda kæmust keisarar sem voru álitnir spilltir (til dæmis [[Caligula]] og e.t.v. einnig Neró). Eftir dauða Nerós var stuttur óvissutími í rómverskum stjórnmálum og á einu ári komust fjórir keisarar til valda. Að lokum tók þó við stjórn [[Flavíska ættin|flavísku ættarinnar]]. Flavíska ættin fór með völdin í Róm til ársins [[96]] en þá tók við tími „[[Góðu keisararnir fimm|góðu keisaranna fimm]]“ sem varði til ársins [[180]]. Á þessum tíma var Rómaveldi stærst og efnahagsleg og menningarleg áhrif þess náðu hámarki. Ríkinu var hvorki ógnað að utan né innan.
 
Árin [[180]] til [[235]] ríki [[severíska ættin]] og nokkrir vanhæfir keisarar komust til valda, þ.á m. [[Elagabalus]]. Herinn hafði æ meiri áhrif á val nýrra keisara og það leiddi til hnignunarskeiðs sem oft er kallað [[3. aldar kreppan]]. Kreppunni lauk þegar [[Diocletianus]] komst til valda. Árið [[293]] skipti hann Rómaveldi í austur- og vesturhluta og kom á [[fjórveldisstjórn]] þar sem tveir keisarar voru við völd í hvorum hluta ríkisins. Þessir keisarar börðust oft um völdin sín á milli. Árið [[330]] stofnaði [[KonstantínKonstantínus mikli]] höfuðborg Austrómverska ríkisins í [[Býzantíon]] en frá árinu [[395]] var ríkinu skipt fyrir fullt og allt í [[Vestrómverska ríkið]] og [[Austrómverska ríkið]] (sem var síðar nefnt [[Býsansríkið]]).
 
[[Vestrómverska ríkið]] átti stöðugt í vök að verjast gegn innrásum [[Barbari|barbara]]. Hæg hnignum Rómaveldis hélt áfram öldum saman. Á endanum héldu barbararnir Rómarborg í herkví en þeim hafði verið lofað land. Þeir ætluðu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til eða frá borginni þar til þeir fengju landið sem þeim var lofað. Eftir að hafa verið sviknir nokkrum sinnum jókst þeim reiðin og þeir hertóku borgina. Árið [[410]] fóru [[Vísigotar]] ránshendi um borgina og [[4. september]] árið [[476]] neyddi germanski herforinginn [[Odoacer]] síðasta vestrómverska keisarann, [[Rómúlus Ágústus]], í útlegð. Þar með lauk um 1200 ára langri sögu Rómaveldis í vestri.