„Karl Gústaf Stefánsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Karl Gústaf Stefánsson''' (eða '''Karl Gustaf Stefanson''' eða '''Karl G. Thorson''' eða '''Charles Thorson''') (29. ágúst 1890 - 7. ágúst 1966) var íslensk...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 5. nóvember 2007 kl. 01:41

Karl Gústaf Stefánsson (eða Karl Gustaf Stefanson eða Karl G. Thorson eða Charles Thorson) (29. ágúst 1890 - 7. ágúst 1966) var íslensk-kanadískur, skopmyndateiknari og starfaði lengi hjá Walt Disney. Hann myndskreytti einnig margar barnabækur.

Karl var Vestur-Íslendingur, skírður Karl Gústaf Stefánsson. Foreldrar hans voru Stefán Þórðarson (Stephen Thorson) Jónssonar frá Bryggju í Biskupstungum, sem flutti vestur um haf 1886, og Sigríður Þórarinsdóttir frá Ásakoti í Biskupstungum. Bróðir Charles var Joseph Thorson, fyrrverandi dómari, forseti hæstaréttar og ráðherra í Ottawa.

Karl hóf störf hjá Walt Disney í Hollywood árið 1934. Hjá þeim vann hann að mörgum teiknimyndum, meðal annars að myndinni: Mjallhvít og dvergarnir sjö. Meðan hann starfaði hjá Walt Disney teiknaði hann margar „dýrapersónur“. Sú frægasta þeirra er Bugs Bunny - kanínan fræga. Karl starfaði einnig fyrir Metro Goldwyn Mayer, Warner Brothers o.fl. Á þessum árum skapaði Karl fleiri en 100 teiknimyndapersónur, m.a. fílinn Elmer, tígrisdýrið Tilly, Indíánadrenginn Hiswstha og elginn Sniffles.


Tenglar

Snið:Æviágripsstubbur