„Hugræn meðferð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
athygli
Heiða María (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 9:
Samkvæmt Aaron T. Beck er þunglyndi m.a. tilkomin vegna rangs náms (faulty learning), röngum ályktunum og ónógrar aðgreiningar ímyndunaraflsins og raunveruleikans. Einstaklingur byrjar snemma á ævinni á að túlka heiminn og að mynda sér kenningar um það hvernig hann virkar. Þunglyndur einstaklingur hefur mistúlkað heiminn og reglurnar, og skoðanir einstaklingsins á atburðum, eigin verðleikum og samböndum við aðra, eru skekktar vegna rangra hugmynda. Þær hugmyndir kallar Beck Hugrænt módel þunglyndis (Cognitive Model of Depression). Einstaklingur með þunglyndi eignar sér jafnframt sökina þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dæmi um það væri þunglyndur einstaklingur sem sækir um vinnu. Ef hann fær höfnun gæti hann sagt "Ég er asni. Ég hefði mátt vita að ég hafði ekkert að gera með að sækja um þetta starf." Þannig beinist útkoman að honum sjálfum en ekki ytri aðstæðum, s.s. eins og þeirri staðreynd að 100 aðrir sóttu um vinnuna og tveir voru taldir færari en hann.
Líkt og áður segir hefur meðferð Becks reynst mjög gagnleg og þá sérstaklega þegar hún er notuð ásamt lyfjameðferð.
 
[[Flokkur:Klínísk sálfræði]]