„Kristnitakan á Íslandi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
 
Á Íslandi var engu að síður hópur manna sem tekið hafði kristni. Söfnuðust þeir nú saman þegar Alþingi var haldið og var Hjalti Skeggjason gerður landrækur fyrir goðgá eða [[guðlast]]. Sumarið 1000 sneri hann aftur ásamt Gissuri hvíta frá Noregi þar sem Ólafur hélt nokkrum höfðingjasonum í gíslingu og beið frétta. Segir sagan að [[hraun]] hafi runnið á [[Hellisheiði]], er Alþingi var haldið, skammt frá Þingvöllum og töldu heiðnir menn að að guðirnir reiddust. Á þá [[Snorri Þorgrímsson]] á [[Helgafell]]i að hafa mælt „''Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?''“ og þótti sýna mikla skynsemi. [[Þorgeir Ljósvetningagoði Þorkelsson]] [[lögsögumaður]] var í málsvari fyrir heiðingja og tilnefndu kristnir [[Hallur Þorsteinsson|Hall Þorsteinsson]] á [[Þvottá]]. Hallur samdi við Þorgeir um að kveða upp dóm sem allir gætu fellt sig við. Við [[Lögberg]] hóf Þorgeir upp raust sína og kvað; „''En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.''“ Þorgeir kvað það lög að menn skyldu taka kristni en áfram yrði leyft að [[blót]]a leynilega, bera út börn og eta hrossakjöt.
 
 
== Tengill ==