„Garðar (Grænlandi)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Haukurth (spjall | framlög)
Lína 10:
Ýmis skjöl eru til um biskupa Grænlendinga hinna fornu sem safnað hefur verið í [[Grønlands Historiske Mindesmærker]].
 
Í upphafi [[kristni]] voru kirkjurnar á Grænlandi eins og aðrar kirkjur á [[Norðurlönd]]um undir erkibiskupnum í [[Hamborg]]-[[Bremen]] en frá [[1103]] voru þær lagðar undir erkibiskupinn í Lundi. En frá [[1152]] voru kirkjurnar i [[Noregur|Noregi]], [[IsleMön of Man(Írlandshafi)|Mön]], [[Orkneyjar|Orkneyjum]], [[Færeyjar|Færeyjum]], [[Ísland]]i og Grænlandi undir erkibiskupinn í [[Niðaró]]si (núverandi [[Þrándheimur|Þrándheimi]]).
 
Arnaldur biskup þjónaði á Görðum fram til [[1150]] þegar hann snéri aftur til Noregs. Hann var þar vígður biskup á [[Hamar]] [[1152]]. [[Jón Knútur biskup|Jón Knútur]] tók við sem biskup og þjónaði á Görðum [[1150]] til [[1186]]. Þriðji biskupinn á Görðum var [[Jón Smyrill Árnason biskup|Jón Árnason]] sem hafði viðnafnið Smyrill. Hann tók við embætti [[1189]]. Á árunum [[1202]]-[[1203]] fór hann í ferð alla leið til [[Rómarborg]]ar til að hitta [[Páfi|páfa]]. Hann þjónustaði sem biskup á Görðum alt fram á dauðadag [[1209]] og var grafinn þar. Sennilega er það hann sem er grafinn í norðurkapellu dómkirkjunnar.
Lína 16:
Eftirmaður Jóns Smyrils var [[Þór Helgi biskup|Þór Helgi]], hann kom þó ekki til Grænlands frá Noregi fyrr en [[1212]]. Hann var biskup fram að dauðadegi [[1230]]. [[Nikulás Grænlnadsbiskup|Nikulás]], eftirmaður hans var vígður [[1234]]. Nikulás kom þó ekki til Grænlands fyrr en [[1239]] og hann lést 3 árum síðar. [[Ólafur Grænlandsbiskup|Ólafur biskup]] var vígður [[1242]] en tók ekki við embætti fyrr en [[1247]]. Hann var á ferðum erlendis [[1264]]-[[1280]]. Næst biskup var [[Þór Bokki Grænlandsbiskup|Þór Bokki]] sem kom til Garða [[1289]] og snéri aftur til Noregs [[1309]].
 
[[Árni Grænlandsbiskup|Árni biskup]] þjónustaði á Görðum frá [[1315]] fram til [[1347]]. Fréttir bárust ekki greiðlega milli Grænlands og Noregs og varð það meðal annars til þess að [[Jón Skalli Grænlandsbiskup|Jón Skalli]] var vígður nýr biskup að Görðum [[1343]] en frétti síðar að Árni biskup var enn á lífi og gegndi sínu starfi. Jón Skalli fór því aldrei til Grænlands. Eftir að Árni biskup dó var ekki vígður nýr Grænlandsbiskup fyrr en [[1368]] þegar [[Álfur Grænlandsbiskup|Álfur biskup]] fékk embættið. Hann var biskup á Görðum fram til [[1378]] og var hann síðast biskupinn sem þjónaði þar.
 
== Heimildir: ==