„Gísli Magnússon (biskup)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Foreldrar Gísla voru Magnús Markússon (d. 1733) prestur á [[Grenjaðarstaður|Grenjaðarstað]] í Aðaldal, og kona hans Guðrún Oddsdóttir frá [[Reynistaður|Reynistað]].
 
Gísli ólst uppfæddist á Grenjaðarstað, og ólst þar upp. Hann lærði undir skóla hjá síra [[Þorleifur Skaftason|Þorleifi Skaftasyni]] í [[Múli|Múla]] í Aðaldal, og varð stúdent frá honum 1731. Fór utan sama ár, skráður í [[Kaupmannahafnarháskóli | Kaupmannahafnarháskóla]] síðla hausts, og lauk embættisprófi í guðfræði vorið 1734. Kom heim um sumarið. Hann var skólameistari í [[Skálholt]]i 1737-1746, bjó fyrst að Miðfelli en síðan í [[Haukadalur|Haukadal]]. Hann fékk [[Staðastaður | Staðastað]] 1746 og varð um leið prófastur í [[Snæfellsnessýsla|Snæfellsnessýslu]].
 
Haustið 1754 fór Gísli til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]] að konungsboði, og var vígður Hólabiskup 5. maí 1755. Hann kom að Hólum samsumars og var biskup til æviloka, 1779. Páll Eggert Ólason segir um Gísla: "Honum fór allt vel úr hendi, skólastjórn og kirkjustjórn; ... Hann var og vel gefinn, góðmenni og örlátur, höfðinglegur og hraustmenni að afli. kennimaður ágætur."