„Hafís“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hafís''' er samheiti yfir [[ís]] sem flýtur á [[haf]]inu. Af honum eru tvær megintegundir, ''rekís'' og ''lagnaðarís''. Rekís er sá ís sem rekur utan af hafi og leggst stundum upp að landi, einkum þegar kalt er í ári. Að ströndum [[Ísland]]s kemur hann einkum úr norð-vestri, frá íshafinu í kring um [[Grænland]]. Lagnaðarís verður hins vegar til í landsteinum, og frekar sjaldan nema á allra köldustu vetrum, enda frýs saltvatn ekki fyrr en við töluvert lágt [[hitastig]]. Það er kallað að fjörð ''leggi'' þegar yfirborð hans frýs.
 
== orð tengd hafís ==
* ''blindjaki'' er ísjaki sem marar í kafi.
* ''borgarís'' er þykkur rekís (rís oft hátt úr sjó), brot af [[Skriðjökull|skriðjökli]].
* ''fjalljaki'' er borgarís.
* ''hafgirðingar'' ófæra á hafi, einkum ísalög.
* ''hafþök'' eru víðáttumiklar hafísbreiður.
* ''ísjaki'' ísstykki, á sjó eða vötnum, mismunandi að stærð og lögun.
* ''íslumma'' lítill, stakur ísjaki með uppbrettar brúnir sökum núnings við aðra jaka.
* ''landsins forni fjandi'' eru orð höfð um hafís. Hafísinn er svo nefndur eftir upphafi á kvæði eftir [[Matthías Jochumsson]]. Kvæðið nefnist Hafís, og Matthias samdi þaðlaugardaginn fyrir páska [[1880]] eftir miklar vetrarhörkur. Hafís hefst þannig: ''Ertu kominn, landsins forni fjandi?.''
* ''pækilrás'' stutt lóðrétt holrúm í hafísjaka, lokað í báða enda, fullt af sjóvatni, myndað við það að saltvatnið sígur niður í ísinn og jafnóðum frýs í rásina eftir það.
* ''Sá græni'' er hafís.
* ''sæfreri'' er hafís.
 
{{náttúruvísindastubbur}}