„Pólsk-litáíska samveldið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Rzeczpospolita_1600.png|thumb|right|Kort sem sýnir Pólsk-litháíska samveldið þegar það var stærst, um [[1630]].]]
'''Pólsk-litháíska samveldið''', líka þekkt sem '''Fyrsta lýðveldið''' eða '''Tvíþjóðaveldið''' ([[pólska]]: ''Pierwsza Rzeczpospolita'' eða ''Rzeczpospolita Obojga Narodów''; [[litháíska]]: ''Abiejų tautų respublika'') var stórveldi í [[Evrópa|Evrópu]] á [[17. öldin|17. öld]]. Það var [[þjóðveldi]] [[aðall|aðalsmanna]] sem byggði á hálfgerðu [[lénsskipulag]]i og var myndað með [[Lublinsambandið|Lublinsambandinu]] [[1. júlí]] [[1569]] þar sem [[Konungsríkið Pólland]] og [[StórhertogadæmiðStórfurstadæmið Litháen]] sameinuðust í eitt ríki. Það varði í þessari mynd þar til því var skipt upp í þremur áföngum af [[Prússland]]i, [[Rússland]]i og [[Ríki Habsborgara|ríki Habsborgara]] á síðari hluta [[18. öldin|18. aldar]]. Árið [[1795]] var það ekki lengur til á landakortum.
 
Samveldið var framhald á [[Pólsk-litháíska bandalagið|Pólsk-litháíska bandalaginu]] frá [[Krewo-sambandið|Krewo-konungssambandinu]] árið [[1385]] þar sem [[Jogaila]], stórhertogistórfursti af Litháen, og [[Jadwiga Póllandsdrottning]], gengu í hjónaband.
 
Pólsk-litháíska samveldið náði ekki aðeins yfir þau lönd sem í dag teljast til [[Pólland]]s og [[Litháen]], heldur einnig yfir [[Hvíta-Rússland]] og [[Lettland]], stóran hluta þess sem í dag eru [[Eistland]] og [[Úkraína]] og hluta af því sem nú er vesturhluti [[Rússland]]s ([[Kalíníngrad]] og [[Smolensk]]).