„Árni Böðvarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Árni var fæddur að Giljum í [[Hvolhreppur|Hvolhreppi]] í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Böðvar Böðvarsson og Gróa Bjarnadóttir sem bjuggu lengst af í [[Bolholt]]i á Rangárvöllum. Hann las til stúdentsprófs utanskóla hjá séra Ragnari Ófeigssyni á Fellsmúla, og varð stúdent frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] [[1945]]. Árni lauk cand.mag prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1950 og prófi í uppeldisfræðum 1953 frá sama skóla. Hann var sendikennari í íslensku við Háskólana í [[Björgvin]] og [[Osló]] á árunum 1955-57 en stundaði jafnframt nám í norskri málsögu og norskum mállýskum við sömu háskóla.
 
Hann var kennari við [[Kennaraháskóli Íslands|Kennarskóla Íslands]], [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], [[Húsmæðrakennaraskóli Íslands|Húsmæðrakennaraskóla Íslands]] (síðar Hússtjórnarskóla Íslands) og fleiri skóla um árabil. Hann var kennari við [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólann við Hamrahlíð]] á árunum 1968-1984, og umsjónarmaður bókasafns skólans frá árinu 1970. Hann annaðist ýmsa útvarpsþætti í Ríkisútvarpinu, m.a. þáttinn Daglegt mál árum saman, og gegndi stöðu málfarsráðunautar við stofnunina frá árinu 1984 til æviloka. Hann var einnig ritstjóri innanhússblaðs Ríkisútvarpsins um málfar, Tungutaks.
 
Árni var aðalritstjóri og höfundur Íslenskrar orðabókar handa skólum og almenningi, fyrstu orðabókar sinnar tegundar sem samin var á árunum 1957-63, og gefin út af Menningarsjóði árið 1963. Hann annaðist endurskoðun orðabókarinnar og aðra útgáfu hennar sem leit dagsins ljós árið 1983. Meðritstjóri þeirrar útgáfu var Ásgeir Bl. Magnússon.