„Árni Böðvarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
Árni var aðalritstjóri og höfundur Íslenskrar orðabókar handa skólum og almenningi, fyrstu orðabókar sinnar tegundar sem samin var á árunum 1957-63, og gefin út af Menningarsjóði árið 1963. Hann annaðist endurskoðun orðabókarinnar og aðra útgáfu hennar sem leit dagsins ljós árið 1983. Meðritstjóri þeirrar útgáfu var Ásgeir Bl. Magnússon.
 
Árni annaðist útgáfu á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum I-VI, sem [[Jón Árnason]] safnaði, ásamt Bjarna Vilhjálmssyni, og komu þær út á árunum 1954-61. Hann var meðhöfundur Íslenzk-rússneskrar orðabókar (aðalhöfundur: Valerij P.Berkov, Leningrad)sem kom út í Moskvu 1962. Hann safnaði efni í viðbótarbindiðviðauka að orðabók [[Sigfús Blöndal|Sigfúsar Blöndals]] sem gefingefinn var út árið 1963. Árni var ritstjóri Íslenzk-esperanto orðabókar en hún kom út í Reykjavík 1965.
 
Árni var einnig mikilvirkur í félagsstörfum ýmisskonar. Hann var formaður Félags íslenskra fræða 1957-62, ritari BHM 1960-64 og sat í stjórnum ýmissa annarra félaga um lengri eða skemmri tíma, m.a. Rangæingafélagsins í Rvík, Félags leiðsögumanna, Samtaka mígrenisjúklinga, Íslenska esperantosambandsins og MÍR.