„Sigurður Stefánsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sigurður Stefánsson''' (f. [[27. mars]] [[1744]], d. [[24. maí]] [[1798]]) var [[biskup]] á [[Hólar_í_Hjaltadal|Hólum]] frá [[1789]] til dauðadags, [[1798]], eða í 9 ár.
 
Foreldrar: Stefán Ólafsson prestur á [[Höskuldsstaðir|Höskuldsstöðum]] á [[Skagaströnd]], og seinni kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá [[Geitaskarð]]i í Langadal. Sigurður var hálfbróðir [[Ólafur Stefánsson (stiftamtmaður)|Ólafs Stefánssonar]] [[stiftamtmaður|stiftamtmanns]], sem Stephensens-ættin er kennd við.
 
Sigurður var tekinn í [[Hólaskóli|Hólaskóla]] 1758, varð stúdent þaðan vorið 1765. Fór utan sama ár, skráður í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] síðla hausts og tók guðfræðipróf þaðan vorið 1767. Varð konrektor eða aðstoðarskólameistari í Hólaskóla 1768. Fékk [[Möðruvellir | Möðruvallaklaustursprestakall]] í Hörgárdal haustið 1773, og bjó í Stóra-Dunhaga. Fékk [[Helgafell]] vorið 1781 og varð um svipað leyti prófastur á Snæfellsnesi.