„Lénsmaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Í fornum [[Noregur|norskum]] lögum var lén stundum kallað ''veizla'', þ.e. aðstaða sem konungur ''veitti'' stuðningsmönnum sínum, og lénsmaður þá stundum kallaður ''veizlumaður'' (lénsjörð = ''veizlujörð'').
 
Sá sem þáði land að léni af Noregskonungi, var kallaður ''lendur maður'' (ft. lendir menn). Það er dregið af sögninni "að ''lenda'' einhvern", þ.e. "að láta einhvernhann fá land (að léni)". [[Noregskonungar]] byggðu vald sitt talsvert á stétt lendra manna, með því að veita dyggustu stuðningsmönnum sínum helstu höfuðbólin. Þessi yfirstétt lendra manna hafði svo ákveðnar skyldur, t.d. við landvarnir, löggæslu, skattheimtu o.fl. Lendir menn voru einna æðstir í [[hirð]] Noregskonungs, og var aðeins [[jarl]] ofar í virðingarröð.
 
Fyrst er getið um lenda menn á dögum [[Ólafur digri|Ólafs helga]] (d. 1030). [[Magnús lagabætir]] beitti sér fyrir lagabreytingu um 1276, þar sem titillinn ''barón'' var tekinn upp um lenda menn. Sonur Magnúsar, [[Hákon háleggur]], lét svo leggja niður barónstitilinn árið 1308.