„Árni Böðvarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Pablocasals (spjall | framlög)
Pablocasals (spjall | framlög)
Lína 2:
 
==Ævi og störf==
Árni var fæddur að Giljum í [[Hvolhreppur|Hvolhreppi]] í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru Böðvar Böðvarsson og Gróa Bjarnadóttir sem bjuggu lengst af í [[Bolholt]]i á Rangárvöllum. Hann las til stúdentsprófs utanskóla hjá seraséra Ragnari Ófeigssyni á Fellsmúla, og varð stúdent frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] [[1945]]. Árni lauk cand.mag prófi í ísleskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1950 og prófi í uppeldisfræðum 1953 frá sama skóla. Hann var sendikennari í íslensku við Háskólana í [[Björgvin]] og [[Osló]] á árunum 1955-57 en stundaði jafnframt nám í norskri málsögu og norskum mállýskum við sömu háskóla.
 
Hann var stundakennari við [[Kennaraháskóli Íslands|Kennarskóla Íslands]], [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], [[Húsmæðraskóli Íslands|Húsmæðraskóla Íslands]] og fleiri skóla um árabil. Hann var kennari við [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólann við Hamrahlíð]] á árunum 1968-1984, og einnig bókavörður við sama skóla frá 1970. Hann annaðist ýmsa útvarpsþætti, m.a. þáttinn Daglegt mál, en frá árinu 1984 til æviloka gegndi Árni stöðu málfarsráðunautar við [[Ríkisútvarpið]]. Hann var ritstjóri innanhússblaðs Ríkisútvarpsins um málfar, Tungutak.