„Árni Böðvarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Pablocasals (spjall | framlög)
Pablocasals (spjall | framlög)
Lína 6:
Hann var stundakennari við [[Kennaraháskóli Íslands|Kennarskóla Íslands]], [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], [[Húsmæðraskóli Íslands|Húsmæðraskóla Íslands]] og fleiri skóla um árabil. Hann var kennari við [[Menntaskólinn við Hamrahlíð|Menntaskólann við Hamrahlíð]] á árunum 1968-1984, og einnig bókavörður við sama skóla frá 1970. Hann annaðist ýmsa útvarpsþætti, m.a. þáttinn Daglegt mál, en frá árinu 1984 til æviloka gegndi Árni stöðu málfarsráðunautar við [[Ríkisútvarpið]]. Hann var ritstjóri innanhússblaðs Ríkisútvarpsins um málfar, Tungutak.
 
Árni var aðalritstjóri og höfundur Íslenskrar orðabókar handa skólum og almnningialmenningi, fyrstu orðabókar sinnar tegundar 1957-63, útgefinni árið 1963 af Menningarsjóði. Hann annaðist einnig endurskoðun orðabókarinnar og aðra útgáfu hennar sem leit dagsins ljós 1983.
 
Árni annaðist útgáfu á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum I-VI, sem [[Jón Árnason]] safnaði, ásamt Bjarna Vilhjálmssyni, útgefnum í Reykjavík 1954-61. Hann var meðhöfundur Íslenzk-rússneskrar orðabókar (aðalhöfundur var: Valerij P.Berkov, Leningrad) útgefinni í Moskvu 1962. Árni var ritstjóri Íslenzk-esperanto orðabókar, útg. í Reykjavík 1965.
 
Árni var einnig mikilvirkur í félagsstörfum ýmisskonar. Hann var formaður Félags íslenskra fræða 1957-62, ritari B.H.M. 1960-64 og sat í stjórnum ýmissa annarra félaga um lengri eða skemmri tíma, m.a. Rangæingafélagsins í Rvík, Félagi leiðsögumanna, Samtaka mígrenisjúklinga, Íslenska esperantosambandsins og M.Í.R.