Munur á milli breytinga „Friðarey“

22 bætum bætt við ,  fyrir 13 árum
ekkert breytingarágrip
m (Frjóey færð á Friðarey)
[[mynd:FairisleJumperGreen.jpg|thumb|Hefðbundin prjónapeysa að hætti Fagureyinga.]]
'''Friðarey''', '''Fjárey''' eða '''Frjóey''' (''Fair Isle'' á ensku) (-1,53°AL, 59,53°NB) er lítil eyja undan [[Skotland]]i. Hún tilheyrir [[Norðureyjar|Norðureyjum]], liggur miðja vegu milli [[Orkneyjar|Orkneyja]] og [[Hjaltlandseyjar|Hjaltlandseyja]] og er talin stjórnsýslulega með hinum síðarnefndu. Eyjan er 4,8 km að lengd og 2,4 km að breidd, alls 5,61 km² að flatarmáli. Hæsti punktur eyjarinnar heitir Varðhæð (Ward Hill) og er 217 metrar á hæð, en háir [[klettur|klettar]] girða vesturströndina. Norðurhluti hennar er grýttur og [[Mýri|mýrlendur]], svo að flestir hinna 69 íbúa (skv. [[manntal]]i frá [[2001]]) búa í [[Leirvík]] á suðurhelmingnum. Íbúunum hefur fækkað til muna, en þeir voru nálægt 400 um aldamótin [[1900]]. Á eyjunni er [[skóli]], en hvorki [[krá]]r né [[Veitingastaður|veitingastaðir]].
 
Friðarey var fyrst byggð á [[bronsöld]], þótt þar sé fátt landkosta annarra en gjöfulla fiskimiða. Þar er fuglalíf mikið, og þykir eyjan vera með bestu stöðum í [[Evrópa|Evrópu]] til að skoða suma sjaldgæfa fugla. Fyrir utan fuglaskoðun er Friðarey einkum þekkt fyrir [[hannyrðir]], en eyjarskeggjar eru þekktir fyrir [[Prjónaskapur|prjónaskap]]. Tveir þriðju af rafmagninu sem eyjarskeggjar nota kemur frá [[Vindmylla|vindmyllum]]. Snemma árs [[2004]] hlaut Fagurey viðurkenningu sem „Fair Trade-eyja“ fyrir [[Sanngjarnir viðskiptahætti|sanngjarna viðskiptahætti]].
 
==Samgöngur==
Í [[Leirvík]] á Hjaltlandseyjum er [[flugvöllur]] sem þjónar flugsamgöngunumflugsamgöngum til Friðareyjar. Frá [[maí]] til [[október]] flýgur Loganair tvisvar í viku til eyjarinnar. Ferjan „Good Shepherd IV“ („Góði hirðirinn IV“) siglir milli Fagureyjar og [[Grútnes]]s.
 
==Tenglar==
2.417

breytingar