„Melstaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steinninn (spjall | framlög)
lagaði rugl á milli tveggja hauga
Steinninn (spjall | framlög)
Tek aftur breytingu 347005 frá Steinninn (Spjall)
Lína 32:
Á Melstað hefur verið kirkja frá því um 1050; eða þar til kirkjan fauk snemma árs 1942. Ný kirkja var tekin í notkun 1947.
 
Í fornöld nefndist staðurinn Melur en eftir að kirkja var reist þar eftir kristnitökuna afbakaðist nafnið í Staður og síðar Melstaður. Bærinn stendur á mel einum vestan við [[Miðfjarðará]] og sér þaðan vel yfir fremri hlut sveitarinnar sem og að [[Laugarbakki|Laugarbakka]]. Arngrímur Jónsson hinn lærði bjó að Melstað á 17. öld og var lengi vel prestur á staðnum. Skammt frá kirkjustaðnum er kuml; svokallaður OrmshaugurKormákshaugur. Þjóðsaga segir að álög séu á honum svo að ef grafið verði í hann komi kirkjan til með að standa í björtu báli. Sunnan við hann er annað kuml sem kallast Kormákshaugur, en þessum tvem er oft ruglað saman.
 
Sr. Guðmundur Vigfússon hóf þjónustu sína á Mel 1859 og þótti honum þá gamla torfkirkjan (byggð 1810) orðin hrörleg og gömul. Gamla kirkjan var „ekki fokheld á vetrardag“ og stóð á lægsta stað í gamla kirkjugarðinum. Það var þá þannig að „flöturinn umhverfis kirkjugarðinn er meira en hálfri annarri alin hærri en grundvöllur kirkjurnnar“ og þar af leiðandi rann vatn að kirkjunni en ekki frá henni. Vildi hann láta færa kirkjuna á ávalan hól, Hjallhól, nokkuð hærri en bæjarstæðið sjálft. Þetta skrifar sr. Guðmundur í bréfi til prófasts; dagsett 14. október 1861. Samþykki fékkst meðal íbúa sveitarinnar að færa kirkjuna. Kirkjan var svo tekin í notkun 2. desember 1865 eftir 376 dagsverka vinnu.