„Kjörbarn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
JAnDbot (spjall | framlög)
Vesteinn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Fósturbarn''' (öðru nafni ''kjörbarn'') er barn sem hefur verið ættleitt af öðrum en náttúrulegum [[Foreldri|foreldrum]] sínum. Það hefur víðast hvar sömu stöðu sem væri það náttúrulegt barn fósturforeldra sinna. Misjafnt er hversu gömul börn eru þegar þau eru tekin í fóstur, eða hverjar ástæður þess eru að þau alast ekki upp hjá báðum blóðforeldrum sínum. Meðal annarra ástæðna fyrir ættleiðingum má nefna [[fátækt]], [[óregla|óreglu]] og [[geðveiki]]. Börn eru líka yfirleitt tekin í fóstur ef þau verða [[Munaðarleysingi|munaðarlaus]]. Börn hafa verið tekin í fóstur frá örófi alda.
 
Þegar manneskja sem á barn/börn af fyrra sambandi tekur saman við nýja makann, ættleiðir nýi makinn það/þau stundum, en séu bæði kjörforeldri, er talað um frumættleiðingu.
 
==Ættleiðingar á Íslandi==
Á [[Ísland]]i er það vel þekkt að börn séu tekin í fóstur, en þó nokkru fátíðara en í mörgum öðrum löndum, eða um 20-35 börn á ári. Fyrir breytingar á lögum um ættleiðingar sem gengu í gildi á árinu 2006 gat einhleypt fólk ekki tekið barn í fóstur, og það gátu [[samkynhneigð]] pör ekki heldur (nema annar aðilinn getur gengið barni hins í foreldris stað), en lagabreytingarnar árið 2006 breyttu ýmsum forsendum ættleiðingar. Ef fólk vill ættleiða barn á Íslandi er miðað við að væntanlegir fósturforeldrar séu 25-45 ára, séu heilbrigðir andlega og líkamlega, hafi hreina [[sakaskrá]] og geti framfleytt fjölskyldu. Fólk sem er í óvígðri sambúð þarf að hafa búið saman í fimm ár, en gift fólk í þrjú ár.
 
Árið [[2006]] voru 70 börn ættleidd á Íslandi, 37 stjúpættleidd en 33 frumættleidd. Af þeim síðarnefndu var 41 ættleitt frá öðrum löndum.
 
==Tenglar==
* [http://www.althingi.is/lagas/132b/1999130.html Lög um ættleiðingar]
* Hagstofa Íslands: [http://www.hagstofan.is/Pages/95?NewsID=2109 Ættleiðingar 2006]
* [http://www.aettleiding.is/ Foreldrafélag ættleiddra barna]
* [http://www.isadopt.is/index.php?p=aettleid Íslensk ættleiðing]