„Magnús Eiríksson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gecko78 (spjall | framlög)
Gecko78 (spjall | framlög)
Lína 4:
==Æviágrip==
Faðir hans var [[Eiríkur Grímsson]] (†1813), bóndi að Skinnalóni, en kona Eiríks og móðir Magnúsar var Þorbjörg (†1841), dóttir síra Stefáns Láritssonar Schevings (föðurbródur dr. Hallgríms Schevings), sem var prestur á Presthólum í Þingeyjarsýslu 1794-1825.
Árið 1831 kveður hann Ísland og fer til Danmerkur, sem átti að verða, eins og hann sjálfur kemst að orði, "annað föðurland" hans. Sama ár tók hann við háskólann ([[examen artium]]) með bezta vitnisburði, og fjekk síðan Garð. Þegar hann hafði verið eitt ár við háskólann, tók hann "annað háskólaprófið", og sneri sér því næst með kappi að guðfræðinni, og leysti af hendi embættispróf í henni 28. apríl 1837 með bezta vitnisburði.
[[Henrik Nicolai Clausen]] (1793-1877) var hinn langhelzti af guðfræðiskennendum við háskólann um þessar mundir, einkum að því, er biblíuþýðding snertir. Það var því eðlilegt, að Magnús hneigðist mest að honnum, enda varð hann á námsárum sínum lærisveinn Clausens í fyllsta skilningi. Af því leiddi fyrst og fremst það, að hann þá þegar varð fráhverfur [[Nikolai Frederik Severin Grundtvig]] (1783–1872), mótstöðumanni Clausens, enda mun hið sjónríka stórskáld aldrei hafa haft hin minnstu áhrif á Magnús.