„Jón Tófason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Jón Tófason''' eða '''Jón Henriksson''' var biskupHólum 1411 - 1423. Lítið er vitað um uppruna Jóns Tófasonar, t.d. ber heimildum ...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jón Tófason''' eða '''Jón Henriksson''' var [[biskup]] á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum]] [[1411]] - [[1423]].
 
Lítið er vitað um uppruna Jóns Tófasonar, t.d. ber heimildum ekki saman um föðurnafn hans og hvort hann var danskur eða sænskur. Hann var skipaður Hólabiskup 1411 af [[Jóhannes XXIII mótpáfi|Jóhannesi 23.]] páfa, sem er ekki viðurkenndur lögmætur páfi. [[Árni Ólafsson]] [[Skálholtsbiskupar|Skálholtsbiskup]] gegndi lengstum biskupsembætti á Hólum í umboði Jóns biskups, sem dvaldist um tíma hjá [[Eiríkur af Pommern|Eiríki af Pommern]] [[Danakonungar | Danakonungi]]. Jón Tófason kom fyrst til Íslands [[1419]], kom hann með Íslandsfari frá [[Björgvin]] með [[Hannes Pálsson|Hannesi Pálssyni]] [[hirðstjóri|hirðstjóra]] og mörgum öðrum dönskum mönnum. Meðal þeirra voru erlendir prestar sem hann gaf forræði á kirkjustöðum. Jón er talinn hafa stutt vald konungs gegn Englendingum, sem þá voru að seilast til áhrifa hér. Hinum erlendu biskupum ([[páfabiskupar|páfabiskupum]]), sem oft voru langdvölum erlendis, reyndist mörgum erfitt að fá innlenda presta og leikmenn til að lúta boðum sem þeir töldu sér í óhag, sem leiddi til óstjórnar í kristnihaldi og fjármálum. Jón Tófason dó 1423.