Munur á milli breytinga „Ólafur Rögnvaldsson“

ekkert breytingarágrip
Faðir: Rögnvaldur Keniksson, bróðir [[Gottskálk Keniksson|Gottskálks Kenikssonar]] [[Listi yfir Hólabiskupa | Hólabiskups]]. Móðir ókunn. Ólafur var af norskri ætt sem fór með völd á Hólastað 1358-1390 og 1442-1520.
 
Óvíst er hvænær Ólafur fæddist og hvar hann ólst upp, en hann mun hafa verið langdvölum hér á landi. Hann er nefndur prestur á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í [[Vesturhóp]]i 1449, og fékk síðan [[Oddi|Odda]] á Rangárvöllum 1453, semen varbáðar jarðirnar voru [[erkibiskupslén]].
 
Við fráfall Gottskálks Kenikssonar, 1457, höfðu [[páfabiskupar]] setið Hólastað í heila öld. Á prestastefnu á [[Víðivellir|Víðivöllum]] sumarið eftir var Ólafur Rögnvaldsson kosinn biskup. Kjörbréf hans er til í frumriti og er merkilegt skjal. [[Kristján 1.]] [[Listi yfir Danakonunga|Danakonungur]] samþykkti kosninguna, og tók Ólafur við sem biskup á Hólum 1459. Samhliða biskupsembætti var hann [[sýslumaður]] í [[Hegranesþing]]i 1459-1469, að skipan konungs.