Munur á milli breytinga „Ólafur Rögnvaldsson“

ekkert breytingarágrip
Óvíst er hvænær Ólafur fæddist og hvar hann ólst upp, en hann mun hafa verið langdvölum hér á landi. Hann er nefndur prestur á [[Breiðabólstaður í Vesturhópi|Breiðabólstað]] í [[Vesturhóp]]i 1449, og fékk síðan [[Oddi|Odda]] á Rangárvöllum 1453, sem var [[erkibiskupslén]].
 
Við fráfall Gottskálks Kenikssonar, 1457, höfðu [[páfabiskupar]] setið Hólastað í heila öld. Á prestastefnu á [[Víðivellir|Víðivöllum]] sumarið eftir var Ólafur Rögnvaldsson kosinn biskup. Kjörbréf hans er til í frumriti og er merkilegt skjal. [[Kristján 1.]] [[Listi yfir Danakonunga|Danakonungur]] samþykkti kosninguna, og tók Ólafur við sem biskup á Hólum 1459. Samhliða biskupsembætti var hann [[sýslumaður]] í [[Hegranesþing]]i 1459-1469, að skipan konungs.
 
Ólafur biskup hóf að koma skipan á [[kristnihald]] og fjárreiður kirkna í biskupsdæminu. Risu af því miklar deilur við leikmenn, m.a. um gjöld af [[hálfkirkja|hálfkirkjum]], kostnað við að hýsa biskup og fylgdarlið í [[yfirreið]]um, forræði fyrir [[bændakirkja|bændakirkjum]] o.fl. Var [[Hrafn Brandsson]] [[lögmaður]] fremstur í andstöðu við biskup, og var [[bannfæring | bannfærður]] fyrir.
Ólafur var mikill fjárgæslumaður fyrir hönd biskupsstólsins, siðavandur og refsingasamur, og lagði háar sektir á menn fyrir brot sín. Þekktast er svokallað [[Hvassafellsmál]], þar sem Bjarni Ólafsson á Hvassafelli í Eyjafirði var borinn sökum um óleyfilegt samband við Randíði dóttur sína. Auk hagsmunagæslu fyrir kirkjuna varð Ólafur biskup með tímanum stórauðugur maður sjálfur.
 
Ólafur Rögnvaldsson hafði náin tengsl við [[erkibiskup]] í [[Niðarós]]i, og átti einnig rétt til setu í danskanorska [[ríkisráð Noregs|ríkisráðinu]]inu. Ólafur var mun atkvæðameiri en þeir biskupar sem sátu samtíða honum í Skálholti og bar ægishjálm yfir flesta aðra valdsmenn hérlendis á sinni tíð.
 
Allmikið er til af skjölum úr embættistíð Ólafs Rögnvaldssonar, t.d. [[máldagabók]] hans frá 1461 yfir kirkjur í [[Hólabiskupsdæmi]], sem er elsta máldagabók íslensk sem varðveitt er í frumriti (skinnbók).